Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 73

Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 73
Hér fyrr á öldum voru Ásverjar ríkustu menn landsins. Brennisteinsnámurnar í Mývatnssveit voru þeirra auður. Þrjátíu ára stríðið var ekki sök Ásverja en meðan á því stóð græddu þeir á tá og fingri á brennisteininum sem var notaður við skotfæragerð. Nú getum við notið þessa fjögurra ferkílómetra brennisteinshverasvæðis í friði og spekt - þar er enginn lengur við námuvinnslu - andað að okkur lyktinni og heyrt hverina hvæsa í kapp við kulda og trekk. Reyndar er svæðið varasamt yfirferðar. Það er stutt niður á brennandi hita. PS í Mýuatnssueit Qðlegar konur í Reykjauík Ekki bara kaffispjall, heldur heimsóknin í Árbæjarsafn, Dsta- og smjörsöluna, Veðunstofuna, Þjóðarbókhlöðuna .. Af öllum þeim aragrúa af félaga- samtökum sem finnast í landinu kennir margra grasa. Síðastliðin þrettán ár hefur til dæmis starfað klúbbur sem heitir „International Women of Reykjavík“. Enska nafnið er engin tilvilj- un því stór hluti hópsins eru konur tengd- ar sendiráðunum í Reykjavík, auk annarra erlendra og íslenskra kvenna. Klúbburinn var settur á stofn til að gefa konunum tækifæri til að komast í snert- ingu við menningu, listir og atvinnu- og mannlíf á íslandi. Frumkvöðullinn var amerísk kona að nafni Linda Stillman- Zube sem var búsett á Islandi í fimm ár. Nokkurs konar þríeyki stjórnar starf- inu, ein kona úr hópi sendiráðsfólks, ein íslensk og ein af Keflavíkurflugvelli. í gegnum árin hefur meðlimafjöldinn verið um fimmtíu. Klúbburinn er opinn þeim sem hafa áhuga á alþjóðlegum málefnum. Eins og gefur að skilja er endurnýjun tölu- verð, en þumalputtareglan byggist á því að um þriðjungur kvennanna sé íslenskur, þriðjungur af Vellinum og þriðjungur af erlendu bergi brotinn. Ekkert í reglunum bannar karlmönnum aðgang. Þeir hafa að vísu ekki sýnt mikinn áhuga enn, eða kannski endurspeglar þetta karlmannsleysi bara samfélagið í heild. Konurnar hittast einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, fara á söfn, fá til sín fyr- irlesara, eða heimsækja stofnanir og fyrir- tæki. Félagsgjöld hafa verið í lágmarki, en ef einhver afgangur verður af aurunum hefur þeim verið varið í landgræðslu, eða til skógræktar með gróðursetningarferð í „Vinaskóg" á Þingvöllum. Blaðamaður skellti sér á janúarfund sem haldinn var á Hótel Holti. Það verður að segjast eins og er að eini karlmaðurinn í hópnum var Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur sem leiddi kvennaskarann um listaverkasafn hótelsins áður en sest var að hádegisverði. Hver veit nema maður mæti með þeim í Óperuna í mars! MB 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.