Ský - 01.02.1998, Side 60

Ský - 01.02.1998, Side 60
 AKUREYRI : ■ FLUGFÉLAGSBÆRINN Þorparar, Brekkusniglar og Innbæingar Það verður ekki af Akureyringum skafið að þeir eru dágóðir boltaíþróttamenn. Heimaliðin tvö, KA og Þór, tefla bæði fram meistaraflokkum í handbolta og fótbolta og það síðarnefnda í körfubolta. Miklar sögur fara af því að grimmilegur rígur sé á milli félaganna. Heimasvæði KA er í innbænum, á eyrinni og á brekkunni, en Þórssvæðið er hins vegar norðan Glerárinn- ar, í Glerárhverfi sem dags daglega gengur undir nafninu Þorpið, en það er yngri hluti bæjarins. Þeir sem búa á þessum svæðum styðja nánast undantekningarlaust heimalið sitt af krafti og eru um leið svarnir andstæðingar hins liðsins. Að sögn Tómasar Guðmundssonar, formanns handknatt- leiksdeildar Þórs, er þó gert heldur meira úr þessum ríg en efni standa til. Stuðningsmenn Þórs og KA elda saman grátt silfur, en eiga þaó til að snúa bökum saman á ögurstund „Klappliðið frá KA hefur til dæmis stutt okkur á mikil- vægum augnablikum og það má alveg geta þess að Gunn- ar Níelsson, einn harðasti stuðningsmaður KA, hefur reynst okkur mjög vel." Hvort sem það er vegna þessa stuðnings eða ekki er handboltalið Þórs spútniklið 2. deildar íslandsmótsins í vetur og hafði ekki tapað leik þegar þetta var skrifað seint í febrúar. Það stefnir því allt í að á næsta keppnistímabili verði „derby"-leikir fyrir norðan þegar KA og Þór mætast í 1. deildinni og þá verður örugglega heitt í kolunum. Erfitt er að spá í sumarið framundan í fótboltanum. Norðanmenn hafa ekki riðið feitum hesti frá knattspyrnu- völlunum undanfarin ár og sýna KA og Þór reyndar á sér lítið fararsnið úr 1. deildinni. Þór lék síðast í efstu deild ís- landsmótsins keppnistímabilið 1994 og enn lengra er síð- an KA var þar, eða árið 1992. Þetta árið ætla Þórsarar að halda áfram að sér höndunum í leikmannakaupum og byggja á eigin mannskap. Er varla hægt að fara fram á annað en liðið haldi sæti sínu í 1. deildinni. KA hefur aftur á móti verið að fá til sín leikmenn og virðist stefnan hafa verið sett á að komast upp. Hvort sú verður raunin, frekar en síðustu fimm tímabil, er svo allt annað mál. Ævintýraferðir í Eyjafirði Sportferðir klæöskerasníóa feröir eftir óskum viðskiptavinanna Stærsta ferðaþjónustufyrirtækið í Eyjafirði er Sportferðir sem hefur meðal annars yfir að ráða miklum flota af fjalla- jeppum og snjósleðum. Eigendur fyrirtækisins eru Sveinn Jónsson, bóndi á Kálfskinni á Árskógsströnd og fjölskylda. Marínó, sonur Sveins, er framkvæmdastjóri Sportferða og segir hann fyrirtækið jafnan hafa jeppa fyrir 40 til 50 manns tilbúna með stuttum fyrirvara og ef því er að skipta sé hægt að útvega bíla fyrir allt að 160 manns í hálendis- ferðir. Það er örugglega ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé að fá fyrirtæki bjóða jafnfjölbreytta þjónustu og Sportferðir. Má reyndar segja að Sveinn og fjölskylda dekki nánast öll svið íslenskrar ferðaþjónustu eins og sjá má á þessum lista yfir það sem í boði er: Jeppa- og snjósleðaferðir, sjóstangveiði. dorgveiði í gegnum vök, hvalaskoðun, hestaferðir, gúmmí- bátasiglingar og köfun fyrir byrjendur og lengra komna. Auk þess býður fyrirtækið húsaskjól, annaðhvort í bænda- gistingu eða sumarbústöðum, og svo er Pizza 67 á Akureyri í eigu fjölskyldunnar. „Við fléttum saman það sem er í boði eftir aðstæðum í hvert skipti og raunar getum við klæðskerasniðið ferðir algjörlega eftir óskum viðskiptavina okkar," segir Marínó. Fyrirtæki og hópar hafa verið iðin við að nýta sér krafta Sportferða og látið skipuleggja fyrir sig óvissuferðir. Marínó segir að í þeim tilvikum sé sett saman dagskrá með ein- hverjum af áðurtöldum möguleikum og svo yfirleitt endað með matarveislu við óvenjulegar aðstæður fjarri manna- byggðum þar sem veitingarnar koma frá Pizza 67. 58

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.