Ský - 01.02.1998, Side 72

Ský - 01.02.1998, Side 72
Milli himins og jarðar í útsaumi á tíræðisaldri Sægarpurinn Guðmundur Ualgeir Jóhannsson á Flateyri saumar út púða og teppi. Egill Egilsson hitti kappann. Utan dyra hamast Vet- ur konungur í frost- næðingi nýbyrjaðs árs. Innan dyra á Sólborg, öldrunarstofnun Flateyrar, undir glaðlegum og skríkj- andi söng kanarífugla, situr níutíu og tveggja ára gamall sægarpur, enn þá síungur í anda þrátt fyrir aldarfjórð- ungs öldugang sjómennsk- unnar og tvo áratugi í fisk- vinnslu, við útsaum. Hendur hans handleika af fimi granna nálina um möskva út- saumsteppisins, enda ekki óvanur að þræða nálarnar þó að þær hafi verið sverari og stærri við netahnýtingarnar á árum áður. Þetta er hann Guðmundur Valgeir Jóhanns- son, einn af eldri íbúum Flat- eyrar sem er sestur í helgan stein samkvæmt skilgrein- ingu nútímans. Gummi Valli hefur upplifað bæði gleði og sorg, en kannski meiri sorg eftir hörmungar snjóflóðsins þar sem hann missti tvö son- arbörn sín. Ári áður en snjó- flóðið skall á missti hann konu sína úr sjúkdómi. En hann hefur ekki látið bugast heldur hefur hann tendrað eld atorku- og hugsjóna- mannsins og haldið áfram á meðan lífsklukkan tifar. Fyrir tæpu ári hömuðust sæbarð- ar hendur hans við öngla- hnýtingar sem gáfu vel af sér í aðra hönd. Með önglahnýt- ingunum tókst honum að við- halda sambandi við sjávarsíð- una. En þá voru þær teknar úr höndum hans sökum sparnaðarráðstafana. Gummi Valli dó ekki ráðalaus heldur skellti sér á útsaums- námskeið ásamt kvenþjóð- inni á staðnum og einum öðr- um karlmanni til viðbótar. Síðan hefur hann tekið ást- fóstri við útsauminn og eftir hann liggur fjöldinn allur af teppum og púðum sem hann hefur gefið vinum og vanda- mönnum. Einu viðbrögðin sem hann hefur fengið við þessum saumaskap komu frá sambýlingi hans í næsta herbergi, henni Önnu sem fannst það ansi skrítið að hann, karlmaðurinn, væri far- inn að sauma púða, kominn á þennan aldur. Hann kann vel við þetta handverk, það veiti sér ákveðið frjálsræði, annað hafi gilt um hnýtingarnar, þar hafi verið ákveðin pressa á honum. Umvafinn hlýju atlæti öldrunarstofnunarinnar held- ur Gummi Valli áfram að róa á sóknarfærin á meðan heilsa og líkami leyfa. Höfundur er sjálfstœtt starfandi mannlífsrýnir og Ijósmyndari. —-- Alþj 70

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.