Ský - 01.02.1998, Side 18
Lolla
ástsælustu leikkonum og hefur kitlað
hláturtaugar landans oftar og meira en
flestar íslenskar leikkonur um langa
hríð. Hún lifir fyrst og fremst í hugum
manna sem gamanleikkona og því
kemur dálítið á óvart þegar hún segist
hafa leikið fleiri alvarleg hlutverk.
„í Þjóðleikhúsinu hef ég leikið mun
fleiri hlutverk með alvarlegum undir-
tóni og mér finnst voðalega gott að
skipta gríni og alvöru til hálfs.“
En finnst Ólafíu Hrönn hún sjálf
vera fyndin?
„Já,“ segir hún og skellihlær. „Það
er voða asnalegt að segja það. A þriðja
ári í leiklistarskólanum fór ég á kvik-
myndanámskeið hjá Kristínu Jóhann-
esdóttur, kvikmyndaleikstjóra, og það
var í fyrsta skipti sem ég sá mig leika.
Við höfðum tekið upp senu úr Þremur
systrum og þegar ég fékk að sjá upp-
tökuna fékk ég óstöðvandi hláturskast
því mér fannst ég svo fyndin. Hinir
skildu ekkert í þessu og spurðu: Hvað?
Hvað? Og ég man að ég hugsaði með
mér: „Vá, ég er þá svona fyndin eftir
allt saman,“ því ég var sko ekkert að
reyna að vera fyndin. En ég sé vel af
hverju ég kem fólki til þess að hlæja.“
Kallar á sorgina í sjálfri sér
Ólafía Hrönn segist hafa verið heppin
með hlutverk, en fyrst um sinn hafi
hún þráð hlutverk sem krefðist engrar
fyndni, hún hefði aldrei reynt að koma
því að í leiklistarskólanum að hún væri
fyndin og vildi því sýna hvers hún
væri megnug án grínsins. Henni varð
að ósk sinni og eitt af fyrstu hlutverk-
um hennar var hlutverk Magnínu í
Heimsljósi nóbelskáldsins. Það var svo
ekki fyrr en í áramótaskaupinu 1989
sem kom í ljós hversu ægilega fyndin
hún gat verið.
„Eg hef verið einstaklega heppin á
mínum leiklistarferli. Þegar ég útskrif-
aðist fékk ég yndislegt hlutverk í
Síldin kemur, síldinfer þar sem ég lék
svona týpu sem fólkinu líkar við og
svoleiðis allt skiptir mjög miklu máli.
Þá man fólk betur eftir manni og lang-
ar til að sjá mann aftur.“
Er einhvem tímann erfitt að leika?
„Já, það er erfitt að leika þegar
maður er ósáttur við eigin frammi-
stöðu og eins þegar maður finnur sig
ekki í hlutverkinu.“
Hvað gera leikarar til dæmis ef þeir fá
skyndilega dmllusting í miðju leikriti?
„Ég fékk nú einu sinni svo heiftar-
lega magakveisu og ælu í Gauragangi
að ég þurfti að ganga út. Það stóð svo-
leiðis garðslangan upp úr og niður úr
mér. Ég reyndi að lufsast um í sýning-
unni, en ég meikaði ekki lokaatriðið.
Það hefði kostað bleyju og vesen,
þannig að Steinunn Ólína tók laglínur
fyrir mig. Það getur verið rosalegt að
lenda í svonalöguðu.“
En hvemig er hægt að gráta í hlut-
verki sýningu eftir sýningu?
„Maður kallar bara á sorgina í sjálf-
um sér, það hafa allir einhverja sorg að
bera og maður nærir sína eigin sorg.
Svo setur maður sorgina saman við
það sem maður er að leika og þá
smellur þetta oftast. En það er svo
skrítið að í stykki sem sýnt er mjög
lengi, eins og til dæmis í Taktu lagið,
Lóa, þá fer einhvem veginn allt tilfinn-
ingakerfið í gang og maður er smám
saman á ósjálfráðan hátt kominn inn í
sýninguna.“
Ólafía Hrönn segir það aldrei hafa
komið fyrir sig að fá óstöðvandi grát-
kast og verða þannig til vandræða í
leiksýningu, enda væri það afar við-
vaningslegt. Ber þá á góma hvort ekki
sé algengt að leikarar verði ástfangnir