Ský - 01.02.1998, Side 14
Verslunarhúsnæði
fari fækkandi, en eini staðurinn þar
sem íbúum fjölgar er höfuðborgar-
svæðið. Ef spá um 3 prósent fólks-
fjölgun á næstu fimm árum stenst má
búast við því að landsmenn verði 280
þúsund talsins árið 2003. Ef ekki kem-
ur til stórfelldra fólksflutninga til eða
frá Reykjavík verða íbúar þar þá um
110 þúsund og alls rúmlega 170 þús-
und á höfuðborgarsvæðinu.
Frá Innréttingum til Internets
I Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er
gert ráð fyrir því að til komi stórbættar
samgöngur til og frá borginni og því
leyfa ráðamenn í borginni sér að álykta
sem svo að í náinni framtíð eigi eftir
að verða til athafnaþríhyrningur höf-
uðborgarsvæðisins sem nær frá Borg-
amesi til Selfoss og þaðan til Reykja-
nesbæjar. I því sambandi er ekki úr
vegi að athuga hvemig þróunin hefur
verið í verslun á því svæði.
Árið 1751 lagði Skúli Magnússon
fógeti til Innréttingamar í Reykjavík til
þess að treysta forystu Reykjavíkur í
trássi við hugmyndir sem uppi voru
um að gera Hafnarfjörð að höfuðstað
landsins. Með þessum hugmyndum
var lagður gmnnur að því að efla versl-
un og viðskipti í landinu þannig að
hægt væri að skipuleggja þau út frá
einum stað. Verslunarfrelsi á Islandi
komst ekki á fyrr en 11. september
1816 en eftir það voru skipaferðir til
landsins auknar að nokkru leyti.
Stjómvöld gerðu sitt ýtrasta til þess að
sporna við þéttbýlismyndun, en eftir
þrot landbúnaðarsamfélagsins var ekki
hægt að koma lengur í veg fyrir það og
æ fleiri fluttust til bæjanna með von
um betri lífsafkomu. Upp úr þessum
aðstæðum fer verslun að mótast að
einhverju leyti og farið er að uppfylla
nýjar þarfir í breyttu þjóðfélagi. Með
ýmsum aðgerðum stjómvalda er upp-
vexti frjálsrar verslunar hamlað, en
með Viðreisnarstjórninni á sjöunda
áratugnum eru lagðar til úrbætur á því
og í dag er úrval gæða á markaðinum
gríðarlegt, bæði vegna aukins innflutn-
ings og síðan vegna nýrra verslunar-
hátta, til dæmis í gegnum Intemetið.
I Reykjavík heldur miðborgin á-
fram að treysta sig í sessi sem aðal-
verslunarsvæði borgarinnar. Stærð
miðborgarinnar er um 3,2 ferkílómetr-
ar og þrífast þar um 1.200 fyrirtæki og
stofnanir með alls um 8.000 starfs-
menn. Af þessum 1.200 fyrirtækjum
og stofnunum eru um 350 verslanir,
flestar þeirra eru á Laugaveginum og
Bankastrætinu og em fataverslanir al-
gengastar.
Aukning um 10 prósent fyrir
árið 2001
Á níunda áratugnum fer aftur að kom-
ast skriður á byggingu verslunar- og
skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgar-
svæðinu eftir nokkra lægð. Þá var
Kringlan byggð, en á einu ári, 1987,
eykst framboð verslunarhúsnæðis á
svæðinu um 30.000 fermetra. Þetta
Samkværnt tölumfrá
Fasteignamati ríkisins er
talið að í clagséu um 560
þúsundfermetrar í
verslunar- og skrifstofu-
húsnœði á höfuðborgar-
svœðinu. Efþað vœri allt
sett samanþá myndiþað
náyfir svæðisem væri
stœrra en 79 löglegir
knattspyrnuvellir.
hefur verið ein stærsta framkvæmd á
sviði verslunarhúsnæðis í landinu í
fortíð og nútíð. En úr því getur ræst á
næsta ári ef farið verður út í byggingu
45.000 fermetra verslunarmiðstöðvar
við Smáraiind í Kópavogi. Með þeirri
framkvæmd og þeim verslunarmið-
stöðvum sem nú þegar eru að rísa í
Smárahvammslandi mun verslunar-
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafa
aukist um meira en 10 prósent rétt eftir
aldamótin.
Samkvæmt tölum frá Fasteignamati
ríkisins er talið að í dag séu um 560
þúsund fermetrar í verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Ef það væri allt sett saman þá myndi
það ná yfir svæði sem væri stærra en
79 löglegir knattspyrnuvellir. Líklega
eru ekki til nægilega mörg knatt-
spymulið í landinu til að spila á öllum
þessum völlum í einu. Ólíklegt er að
allt þetta húsnæði sé í notkun og sam-
kvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur-
borgar er reyndar lauslega áætlað að
um 50 þúsund fermetrar af verslunar-
og skrifstofuhúsnæði (rúmlega 7
knattspyrnuvellir) hafi staðir auðir í
borginni árið 1995, en gera má ráð fyr-
ir að þessi tala hafi eitthvað breyst síð-
astliðin tvö ár.
Skipulag fyrir komandi jól
Þegar litið er á íbúafjölda á höfuðborg-
arsvæðinu í dag og það borið saman
við framboð verslunar- og skrifstofu-
húsnæðis fæst sú niðurstaða að ef allir
160 þúsund íbúar höfuðborgarinnar
kæmu sér fyrir inni í þessu húsnæði
hefði hver íbúi um 3,5 fermetra fyrir
sig. Það þýðir að hvert mannsbarn á
Stór-Reykjavíkursvæðinu gæti komið
sér fyrir í hjónarúmi af kóngastærð
undir þaki í verslunum á svæðinu. Eða
ef annar samanburður er tekinn slagar
þessi fermetrafjöldi hátt upp í stærð
fangaklefanna í Hverfissteini sem eru
flestir um 5 fermetrar að stærð.
Ef hinir 112 þúsund Islendingamir
af landsbyggðinni kæmu einnig hefði
hver íbúi landsins um 2,06 fermetra út
af fyrir sig. Þegar sú fermetratala er
borin saman við þann mælikvarða sem
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur notar til
að ákvarða leyfilegan fjölda gesta inni
á veitingastöðum borgarinnar kemur í
Ijós að mun minni þrengsli em í versl-
unum og skrifstofum á höfuðborgar-
svæðinu en á veitingahúsum borgar-
innar þar sem miðað er við 0,9
fermetra á hvem gest. Þetta þýðir aftur
að verslunar- og skrifstofuhúsnæði
borgarinnar rúmar ríflega 622 þúsund
manns ef miðað er við reglur Heil-
brigðiseftirlitsins.
Það gæti svo orðið enn rýmra um
höfuðborgarbúana ef af framkvæmd-
um í Smárahvammi verður því þá
eykst fermetrafjöldi á hvern íbúa um
0,1.
Með þessar niðurstöður að leiðar-
ljósi ættu landsmenn allir að kætast
vegna þess að ef þeir raða sér skyn-
samlega niður á verslanimar í landinu
fyrir komandi jól ættu þrengsli og ör-
tröð sem oft fylgja innkaupaleiðangri
þess árstíma að vera úr sögunni.
Agúst Sœmundsson er lausapenni í Reykjavík.
12