Ský - 01.02.1998, Side 38

Ský - 01.02.1998, Side 38
JJisa, Jlal/n Fyrsti morgunninn á Ítalíu. Við komum seint um kvöld til Pisa og eftir að hafa horft stundarkorn upp í stjörnubjartan himininn ákvað ég að vakna eftir þrjá tíma, klukkan fjögur og sjá skakka turninn taka á móti sólinni. Það var gaman. Einn, aleinn á þessum mikla ferðamannastað sá ég nótt breytast í dag. Það var allt svo kyrrt, eins og að vera staddur í undraheimi fyrir fjórum öldum. Ég ákvað að hafa turninn réttan á myndinni. Beið eftir rétta andartakinu, einn í þessum undraheimi. Kom síðan upp á hótel klukkan hálfátta með ítalska rjómatertu, dóttir mín varð nefnilega fimm ára þennan dag. Siðan hef ég oft komið að skakka turninum, en þá hafa verið þar hundrað rútur og þús- undir túrista og hvergi hægt að stinga niður þrífæti - eða hlusta á þögnina. Fuji GX617 180mm 15sec f:11. Velvia. Xew JJo/'Á, J) an dat 'if/iun urn A Times-torgi, torgi tímans stendur tíminn aldrei kyrr. Þarna er maður næst því að vera i nafla alheimsins. Þarna er alltaf líf, aldrei dautt augnablik. ítalskir túristar, ís- lenskir blaðamenn, Texasbúi og Kanada- maður sem er villtur, standa saman á götu- horni og bíða eftir græna manninum. Og hverfa síðan inn í mannfjöldann. Ég var að koma af körfuboltaleik þar sem New York Knicks unnu óverðskuldað og var á leið niður að Empire State-bygging- unni þar sem ég ætlaði að mynda Manhatt- an úr lofti. En það er ekki hægt að ganga yfir Times-torg án þess að smella af mynd. Það er alltaf eitthvað óvænt sem slysast með. Ftiji GX 617 90mm 20sec f:8.0-11 Velvia. riicJ/iet/, /Islraliu Það er fátt sem kemur manni á óvart í lifinu ... nema líklega hvað Ástralía er stór og fá- menn. Heil heimsálfa með átján milljón manns og þrjár stórborgir. Sidney fannst mér ekki áströlsk, frekar blanda af San Fransisco og London. Með dönsku húsi sem hýsir Óperuna. Reyndar er Sidney svo margt annað og fyrir okkur Islendinga er loftslagið frábært, vínin og maturinn betri en annars staðar (svo segja þeir sjálfir). Og sjórinn allt um kring sem á vel við okkur. Allar myndir sem ég sá af óperuhúsinu voru teknar í Ijósaskiptunum svo ég ákvað að mynda Sidney-óperuna í þessu harða Ijósi sem dagurinn gefur þarna hinum megin. Mamyia 6 50mm 1/60 f:11 Velvia.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.