Ský - 01.02.1998, Page 47

Ský - 01.02.1998, Page 47
Færeyjar sautján prósent af stærð Vatnajökuls. Það væri hægt að koma öllum eyjunum fyrir á Reykjanesi. Byggð hefur líka þróast öðruvísi í Færeyjum en á Islandi. Hér hefur höfuðborgarsvæðið blásið út og nú búa þar um 60 prósent þjóðarinnar. íbúar Þórshafnar eru hins vegar um þriðjungur Færeyinga, eða um 15.000 talsins. Þórshöfn er fallegur bær. Lágreist hús, eins til tveggja hæða setja svip sinn á höfuðborgina, það fer lítið fyrir blokkum og fjölbýlishúsum. Hin stranga áfengislöggjöf Færeyinga var milduð árið 1992 en fyrir þann tíma gat verið verulega snúið að verða sér útum eitthvað hjartastyrkjandi þar í landi. Allt áfengi til persónulegra nota varð að panta frá Danmörku og til þess að fá það afgreitt inn í landið urðu menn að hafa staðið í skilum við skattayfirvöld, takk fyrir. Nú er hins vegar búið að opna sex áfengis- útsölur á vegum landsstjórnarinnar og heita þær Rúsdrekkaspla Landsins. Auk þess eru Foroya Bjór og Restorffs Bryggjarí með bjórverslanir á eyjunum. Skemmtanalífið í Þórshöfn býður upp á ýmsa kosti. Vinsælasta kaffihúsið er Café Natúr sem er til húsa við Áarveg rétt við höfnina. Þar er töluvert af fólki flest kvöld vikunnar en fjörugustu kvöldin eru á fimmtu- dögum og sunnudögum. Um helgar er svo vel mætt á næturklúbbana í miðbænum: Casablanca, Hafnar- klúbbinn og CIub-20. Færeyingar virðist hafa þann sama sið og við íslendingar að mæta seint á öldurhús en raðir taka að myndast fyrir utan klúbbana um eitt leytið. í Casablanca komst ég að því að Færeyingar em hins vegar miklu meiri dansmenn en við Islendingar. Þar hristir sig og skekur ekki hver og einn eins og hon- um hentar heldur dansa kynin saman. Og þá er ég ekki að tala um þann aldurshóp sem iðkar gömlu dansana af hvað mestum krafti hér á landi. Þama var meðalaldur 45

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.