Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 7

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 7
HLUTIR, HÚSGÖGN, MYNSTUR Árið 1981 kom fram í Mílanó á Ítalíu ný hönnunar-lína. Sú stefna sem hér var mótuð, hefur gripið um sig víða um heim og hafa söfn og listamiðstöðvar sett upp sýningar með þekktustu húsgögnum og munum Memphis línunnar. Þegar leið að lokum síðasta áratugar fór að gæta þreytu hjá fólki með ýmsar staðlaðar venjur nútíma þjóðfélags. Uppreisnarandi unga fólksins birtist í villtri rokktónlist og í pönkklæðnaði. Hönnuðir fóru um líkt leiti að taka við sér og bentu á að kaldur módernismi og litleysi í hönnun væri illilega úr takt við hraða nútímans og sterka „elektróníska" liti í sjónvarpi, músíkvídeói, auglýsingaskiltum og Ijósasýningum. í arkitektúr birtist þessi uppreisn fyrst í póst- módernisma. Þó honum hafi verið tekið fagnandi þá hefur verið á það bent að form húsa og borga getur aðeins leyft takmarkað svigrúm í fantasíu því þau eru mjög svo bundin starfrænu hlutverki sínu. Um húsgögn og muni gegnir nokkru öðru máli því hin furðulegustu form geta fallið ágætlega að þeim kröfum sem gerðar eru um notagildi. Um þetta sjáum við skemmtileg dæmi í myndum sem fylgja þessari kynningu. 7

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.