Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 8

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 8
Að ofan: „Standhope"rúm eftir Michael Graves, Memphis 1982. Stóll á næstu síðu: „BEL AIR" eftir Peter Shire, Memphis 1982. Sögulegar rætur Memphis stílsins eru margar og hönnuðirnir gera það með ásettum vilja að tefla andstæðum gegn hverri annarri, t.d. fornum formum og nýjum smíðaefnum. Þessi tvíhyggjustefna birtist í sjálfu nafni línunnar. Memphis var nafnið á hinni fornu höfuðborg Egyptalands og Memphis heitir einnig heimaborg rokkkóngsins Elvis Presley. Fláar, þríhyrningar og pýramídar minna iðulega á Egyptaland og Ijós, speglar og álímt plast minnir á ameríska poppmenningu. Áhrifin í þessum nýja hönnunarstíl koma þó víðar að, svo sem frá Art Nouveau, Jugendstíl, Vínarverkstæðinu, hinum spánska Gaudi og svo Bauhaus og DeStijl. Stóllinn hérna til hægri er frá DeStijl og er hann hannaður af Gerrit Rietveld árið 1917. Hér má greina vissan skyldleika, þó þessi stóll byggist á strúktur hugmynd, en formin og litirnir í Memphis húsgögnunum eru aftur á móti komnir frá Ijóðrænni ogdulrænni rót. í þessu má t.d. finna skyldleika við myndskáldið, myndhöggvaran, Einar Jónsson. 8

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.