Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Síða 18

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Síða 18
Við sátum í mestu makindum á Hótel Borg að afloknum vinnudegi og hugmyndin var að ræða allt annað en líkamsrækt og önnur áhugamál. Andinn lét hins vegar ekki að sér hæða, frekar en fyrri daginn og það reyndist erfitt að takmarka umræðuefnið eingöngu við listina í rabbi við Magnús og Koggu. Áhugasviðið er nefnilega breitt og það er fátt, sem þau hafa ekki skoðanir á. Enda eru listamenn ekkert einangrað fyrirbrigði eða, eins og Magnús margítrekaði: „Við erum hluti af þjóðfélaginu og starf okkar nýtist því eins og starf annarra stétta." Flestir, sem eitthvað fylgjast með fregnum úr listheiminum, vita að Magnús Kjartansson er myndlistarmaður. Þeir hinir sömu vita einnig, að Kolbrún Björgólfsdóttir, Kogga, er leirlistarkona, sem hefur vinnustofu og gallerí á Vesturgötu 5. Færri vita þó kannski, að þau Magnús og Kolbrún rugluðu saman reitum sínum í Myndlista- og handíðaskólanum fyrir um 16 árum, fóru í framhaldsnám til Danmerkur, bjuggu um skeið í Búðardal, eiga 8 ára gamla dóttur og starfa nú mikið í sameiningu að hönnun á keramik, aðallega postulínsmunum. Þegar listmunum í galleríi Koggu er snúið við gefur gjarnan að líta upphafsstafina KB og MK, en sú merking táknar samvinnu tveggja ólíkra listamanna, sem eru í útliti og framkomu gjörólíkir einstaklingar. Magnús er afar Ijós yfirlitum, hægur og rólegur — næstum feiminn. Kogga dökk á brún og brá, yfirmáta hress og upptendruð. Ég leyfði mér að spyrja, hvort þau yrðu ekki óskaplega þreytt á því að vinna mikið saman. Spurningin virtist koma þeim í opna skjöldu. „Ef til vill eru vinnuaðferðir okkar í eðli sínu svo ólíkar að við fáum ákveðna endurnýjun í samstarfinu", svaraði Kogga. „Ég vinn hægt og rólega og skipulegg út í æsar. Magnús er aftur á móti eldhugi, „upptendraður" við vinnu sína og kemst hratt yfir." „Stundum verða að vísu heiftarleg rifrildi", bætti Magnús við, eins og út í loftið. Ekki orð um það meir. ÓHEILBRIGT AÐ FARA í LISTNÁM Kolbrún Björgólfsdóttir er Austfirðingur. Nánar tiltekið frá Stöðvarfirði. Hún sagðist raunar ekki vita mikið um ættir sínar og gaut um leið augunum til Magnúsar. Hann hefur nefnilega reynt að vekja áhuga hennar á ættfræði. „Það er ýmislegt í eigin sjálfi, sem skýrist í viðkynningu við forfeðurna. Maður er ekki bara maður sjálfur. Ég held að Kogga sé að verða sammála", útskýrði Magnús. Umrædd Kogga kinkaði kolli og hélt áfram að segja mér frá uppvexti sínum austur á fjörðum í þá daga, þegar hún vissi ekki einu sinni að leir væri til! „Ég var alltaf teiknandi sem krakki. Ætli ég hafi ekki haft þetta úr föðurættinni. Hún er full af sérvitringum. . . svona fólki, sem fer sérkennilegar leiðir. Ein föðursystir mín er t.d. með afkastamestu steinasöfnurum landsins. Hún er kölluð Steina- Petra, eftir að Ómar Ragnarsson tók viðtal við hana í sjónvarpinu. Pabbi steypti sínar eigin styttur til að hafa í garðinum heima, sem hann sinnti mikið. Hann bjó m.a. til gosbrunna og það bráðvantaði auðvitað styttur í þá, litlar hafmeyjar og svoleiðis. Ég sá hins vegar aldrei neina atvinnu-myndlist fyrir austan. Sjónvarpssendingar voru ekki einu sinni farnar að ná þangað þegar ég fór að heiman, svo ekki kveikti sjónvarpið upp áhugann hjá mér! Ég varð hins vegar fljótt harðákveðin í að fara í listnám, þó það þætti vægast sagt stórundarlegt uppátæki á mínum heimaslóðum og jafnvel ekki heilbrigt! Kennararnir á Eiðaskóla, þar sem ég var í tvö ár, skildu ekkert í mér og hvöttu mig eindregið til að fara í menntaskóla, af því að mér gekk vel við bóknámið. Það þótti annars flokks að fara í verknám, sóun á námshæfileikum! Handverkið var og er jafnvel enn þann dag í dag ekki metið nægjanlega að verðleikum. Þetta sjónarmið á þó vonandi eftir að breytast í tímanna rás og áhersla á verkmenntun að aukast." En hvernig skyldi 17 ára sveitastelpu hafa liðið, þegar hún var komin til höfuðborgarinnar og loks farin að læra það, sem hana hafði alltaf langað til? „Ég fann til minnimáttarkenndar 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.