Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 24

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 24
Tjöld í stað hurðar milli herbergja. Dúskarnir í algleymingi. Innanhússmyndir frá árunum um og eftir aldamótin eru ekki oftséðar, enda var erfitt að mynda innanhúss vegna ónógrar birtu. Samt sem áður er eitthvað til af þessháttar myndum og má þar nefna þessar meðfylgjandi myndir Péturs Brynjólfssonar Ijósmyndara, sem varðveittar eru á þjóðminjasafni íslands. Ekki er vitað frá hvaða heimilum myndirnar eru, en þær eru teknar í Reykjavík á árunum 1905 — 1915. Danir kalla þetta „klunkelejligheder" (dúskaíbúðir) og er ein slík íbúð í Kaupmannahöfn, í eigu danska þjóðminjasafnsins, sem varðveist hefur óbreytt frá aldamótum. Fróðlegt væri að vita hvort ennþá mætti varðveita, eða endurgera þannig íbúð í Reykjavík, t.d. í Árbæjarsafni. Bjarndýrsfeldur á gólfi og angi frá heimslistinni á veggjum. ■

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.