Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 28

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 28
Heimiliskúltur Mörgum nútímamönnum, sem gjarnan finnst þeir vel þjóðfélagslega meðvitaðir, hættir til þess að líta með óvirðingu, eða a.m.k. ólund, til þess skipulags og lífshátta sem háborgaralegt samfélag embættis- og kaupmanna bjó sér fyrr.á tímum. Sjálfstæðisbaráttumenn höfðu skömm á því sem þeir kölluðu dansklundaða yfirstétt og voru jafnvel á móti öllu sem þaðan kom. Konur á „dönskum kjól" hétu þær sem ekki klæddust íslenskum búningi „danskir skór", sem ekki voru úr sauðskinni. Mörgum fannst það prjál. Inn á þessi heimili komu fyrst menningarstraumarnir frá Evrópu -í gegn um Danmörku- og var hlutur kvenna mjög áberandi í að veita þeim viðtöku. í ævifrásögnum, t.d. tónlistarmanna og annarra frá þessum tímum, er þess oft getið að fyrstu kynni þeirra af list, væri einmitt undir handarjaðri kvenna, sem forframast höfðu í „kvenlegum fræðum". Heldri manna dætur úr sveit réðust í vist hjá maddömum og fínum frúm á betri heimilum í höfuðstaðnum. -Trúi ég að margur sauðabóndinn hafi tuldrað í skeggið, yfir tildrinu og fordildinni úr henni Reykjavík. Það er stundum eins og við viljum lítið við þessa aðfluttu „dönsku" menningu kannast. Mörkin skulu sett við sauðskinnsskóna og rokkinn. Þegar þessar Ijósmyndir eru skoðaðar, kemur fram í hugann andblær horfins tíma. BorðsiIfrið og postulínið er vandlega geymt í traustvekjandi „buffet" og þarna stendur forte píanóið, sem heimasætan spilar þýsku sönglögin á, við kvæði rómantísku skáldanna. 28

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.