Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 49

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 49
Glæsilegum starfsferli bandaríska listamannsins Patrick Nagels lauk skyndilega í febrúarmánuði 1984, þegar hann lést aðeins 38 ára að aldri. Samt sem áður náði hann að skilja eftir sig sérstætt safn málverka, teikninga, grafikmynda og höggmynda með mjög persónulegu og stílhreinu yfirbragði. Verk Nagels má finna víða, svo sem hjá SMITHSONIAN í Bandaríkjunum og LOUVRE safninu í Frakklandi. Eftirtektarvert er hvernig Nagel nær Þrívídd í konumyndir sínar með því að sveipa þær línum og skrauti, sem varpa skugga á snjóhvítt hörund þeirra. Stíl Nagels má líkja við japanskar tréþrykksmyndir, allir fletir eru ótónaðir og hreinir og litavalið samstætt, þótt það sé djarft. Á fyrstu málverkasýningu Nagels komu 4000 manns og verkin seldust upp á 15 mínútum. Nagel er auðvitað umdeildur sem listamaður og ekki listmálari af hefðbundinni gerð. En þeir sem „ná honum" finna fyrir sérstæðum hughrifum frammi fyrir myndum han Patrick Nagel 1945-1984 N A G E L SEPT 3 0 • 0 C T 3 DALLAS'TEXAS Sýning verður á um 30 verkum NAGELS í versluninni MIRALE Engjateigi 9, á næstunni.

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.