Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 77

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 77
í nútímaþjóðfélagi eru gerðar miklar kröfur á öllum sviðum, þar á meðal til lýsingar, hvort heldur er á heimilum, í verslunum eða á öðrum stöðum. Til að uppfylla þessar kröfur hafa hönnuðir og framleiðendur lampabúnaðar lagt allt kapp á að mæta þessum auknu kröfum með ýmsum nýjungum, s.s. fíngerðari lampabúnaði sem gefur fleiri valkosti en áður þekktist. Ljósgjafarnir sjálfir, þ.e. perurnar hafa tekið miklum framförum og er nú ekki lengur talað um venjulegar glóperur í öll Ijós eins og áður tíðkaðist. í dag er t.d. talað um halogen perur, háþrýstar natríum perur og flúrosent perur. Sammerkt með öllum þessum nýju perugerðum er hversu hátt nýtingarhIutfalI þær hafa, þ.e. hversu vel þær nýta orkuna miðað við það Ijósmagn sem þær gefa. Þessar nýjungar hafa gefið arkitektum og hönnuðum lampabúnaðar ný og áður óþekkt tækifæri til að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Stöðugt koma á markað lampar með öðru formi og öðrum eiginleikum en áður þekktist. Allar þessar nýju lampagerðir krefjast meiri faglegrar þekkingar við val og staðsetningu á lampabúnaði. Lýsingarhönnun krefst því orðið meiri sérþekkingar og víða í háskólum erlendis er þetta kennt sem sérstakt fag. Hér gefur að líta dæmi um nýtískulega hannaðan standlampa með öðru formi en algengt hefur verið, ætlaður til lýsingar á loft.0 18, h 175 cm, 250W, 80 mm, halogen design: scuratti en tagliaferro 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.