Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 78

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 78
Öflugur vegglampi á stillanlegum armi. Cefur mikla möguleika til óbeinnar lýsingar. 0 18 cm/33 cm 1 x 300W, halogen design: raul barbieri en giorgio marianelli Lýsing á heimilum. Helstu breytingar sem orðið hafa á heimilum eru að nú er krafist meiri og fjölhæfari lýsingar en áður. Nú eru innfelld, stillanleg Ijós af ýmsum gerðum notuð til lýsingar á t.d. málverk, veggteppi og aðrar innréttingar. Þessir lampar eru oftast tengdir inná Ijósdeyfi, þannig að hægt er að stjórna birtumagni eftir þörfum hverju sinni. Notkun vegg-, borð- og standlampa hefur einnig fylgt þessari þróun. í þessum lömpum hafa hinar nýju perugerðir nýtst vel til að skapa þau birtuáhrif sem óskað er eftir. Óbein lýsing frá vegg- eða standlampa, með öflugri halogenperu sem varpað er á Ijóst loft með miklu endurkasti, er dempruð og laus við skuggamyndanir. í nokkuð stórri stofu ætti eitt öflugt Ijós með halogen peru og birtustilli að nægja til að skapa góða grunnlýsingu í allri stofunni. Margir þessara lampa eru í raun sérstök listaverk, þ.e. lampi nútímans er ekki einungis notaður sem Ijósgjafi heldur er hann einn af skrautmunum heimilisins. Meiri áhersla er nú lögð á aðkomu og útlit einkaheimila en áður. Notkun útilýsingar við heimili og í görðum hefur þróast á sama hátt og áður hefur verið minnst á. Hér er sérstaklega átt við lýsingu í þakskyggnum, við heimkeyrslur og innganga. Oftast er notaður lampabúnaður sem hannaður er fyrir hina nýju kynslóð sparnaðarpera. Fíngerður vegglampi gerður fyrir smáa, en birtumikla peru. Lampi sem auk notagildisins er gott dæmi um listræna hönnun. 0 18 cm, h 46 cm, max 75W, 12V halogen design: paolo pepere 78

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.