Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 10
deildarinnar. En konurnar hafa oft kosið það heldur en
að vera heima, og verið þakklátar fyrir. Lengstum hefir
það verið venja á fæðingadeildinni, að sængurkonur færu
á fætur á 10. degi eftir fæðinguna og heim næsta dag, ef
allt hefir gengið að óskum. En seinustu tvö árin hefir
sængurlegan verið stytt um 1 dag, til þess að fleiri konur
gætu komizt að. Þetta hefir verið neyðarráðstöfun. Og
þó að sængurlegan sé jafnvel ennþá styttri á sumum fæð-
ingadeildum erlendis, þar sem hörgull er á húsrúmi, þá er
það ekki eftirbreytnisvert.
Af öllu þessu sést, að fæðingadeild Landspítalans er
þegar fyrir löngu orðin alltof lítil, þó að ekki væri tekið
tillit til annars en rétt að hjálpa til við fæðingarnar og
annast konurnar í sængurlegunni. En það er önnur hlið
á þessu máli og ekki síður mikilsverð, sem ekki hefir verið
hægt að sinna sem skyldi. Það er eftirlit með heilsufari
vanfærra kvenna.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þó að ekkert
sé eðlilegra en að kona gangi með barn og fæði það, þá
má ekki mikið út af bera um meðgöngutímann, svo að ekki
geti vandræði hlotizt af fyrir móður eða barn. Helzt ætti
það að vera svo, að hver einasta vanfær kona væri undir
eftirliti læknis eða ljósmóður um allan meðgöngutímann.
Það er þetta, sem kallað er „antenatal care“ á ensku, og á
það er alls staðar í menningarlöndum lögð æ ríkari áherzla
á seinni árum. En þessu eftirliti er svo háttað, að erfitt er
að koma því við í bæjum, nema á opinberum stofnunum.
Islenzkar konur hafa enn ekki almennt komið auga á nauð-
syn þessa eftirlits, og þess vegna þarf að þrýsta þeim til
þess að koma. í sveitum, þar sem aðeins er ein ljósmóðir
í hverjum hreppi, ætti ljósmóðirin að geta fengið kon-
urnar til eftirlits, en þar sem margar ljósmæður eru í
bæjum, er slíkt ekki hægt. Það myndi þykja óþarfa ágengni
8
Heilbrigt líf