Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 72
rætt eiga við hana. En eftir að Bretonneau kenndi mönn-
um að þekkja barnaveikina, verður hennar stöðugt vart;
ýmist einn og einn sjúklingur á strjálingi, eða þá að far-
aldrar ganga, svo að auðsætt þykir, að hún sé smitandi.
Árið 1883 fann svo þýzki læknirinn Klebs áður óþekkta
bakteríu í hálsi barnaveikisjúklinga, og reyndist hún við
nánari athugun vera sjúkdómsorsökin. Fékkst þá endan-
leg staðfesting á sjúkdómsgreiningu Bretonneau’s og á
því, að um smitandi sjúkdóm væri að ræða.
Frekari rannsóknum á einkennum og gangi veikinnar,
smitháttum hennar og næmi, fleygði nú fram, og í kjöl-
far þeirra komu ráð til lækninga og varna. Er nú svo
komið, að barnaveikin má teljast ein af viðráðanlegustu
farsóttunum, sem við höfum af að segja, enda einkar
ýtarlega rannsökuð af vísindamönnum.
Skal nú í stuttu máli lýst eðli sjúkdómsins og þeim ráð-
um, sem læknar hafa til varnar og lækninga.
Árásir sýklanna og varnir líkamans.
Barnaveikisýklarnir ráðast til inngöngu í kverkarnar.
Takist þeim að ná þar öruggri fótfestu, auka þeir kyn sitt
mjög ört og taka að mynda sterkt eiturefni (toxin). Af-
leiðingin verður fyrst og fremst bólga í hálsinum, og hún
oft sérkennileg. Að jafnaði halda sýklarnir kyrru fyrir
þarna á innrásarstaðnum, meðan á sjúkdómnum stendur.
En eitur þeirra berst sífellt inn í blóðið, og af því stafar
aðals j úkdómurinn.
Líkaminn gefst þó ekki upp baráttulaust. Víðsvegar í
holdvefjum hans er hafin framleiðsla mótefna, sem síðan
eru send út í blóðið til móts við eiturefnin. Þar sameinast
þessi efni í ákveðnum hlutföllum, og hver ögn sýklaeiturs,
sem móteitur hefir þannig bundizt, er þar með afeitruð
og úr sögunni.
En það tekur nokkuð langan tíma að koma mótefna-
70 Heilbrigt líf