Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 62
efri aldursflokkarnir íþyngja — nema eitthvað verði fyrir
þá gert, til þess að þeir verði ekki öðrum að byrði. Þess
mundi gæta verulega, ef t. d. væri hægt að fresta ellinni
það mikið, að vinnuafköstin færu ekki að dvína fyrr en
um 65 ára aldur í stað 55 ára.
Barnsfæðingum fer sífækkandi, eins og minnst var á,
og eru m. a. félagslegar ástæður taldar ein orsök til þessa.
Fólk hefur oft ekki efni á að eignast börn fyrr en seint,
og ekki nema fá börn, vegna þess að þjóðfélagsbyrðarn-
ar eru orðnar svo þungbærar. En oft vill fólk helzt ekki
eignast börn seint, vegna þess að þá er orðið svo liðið á
æfina, að ekki verður séð, að það endist til að gefa þeim
gott uppeldi. Ef það ætti von á lengri æfi, myndi þetta
horfa nokkuð öðruvísi við. Fyrirsjáanlega verður unnt að
lengja barneignatíma kvenna nokkuð. Og verði mannsæfin
þá orðin lengri, geta menn og konur, sem nú væru talin
gömul, átt með góðri samvizku börn, sem þau hefðu von
um, að þeim myndi endast aldur til þess að sjá farborða.
Rannsóknir á ellinni eru því aðkallandi, ekki að eins
fyrir einstaklingana, heldur og líka fyrir þjóðina í heild
sinni, ef hún á að lifa áfram.
60
Heilbrigt líf