Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 111
því að varðveita þau í sérstökum næringarvökvum. Þannig
er þessu varið um mannshjartað, eins og drepið var á.
Hér er ekki neinn nýr fróðleikur á ferðinni, og einkum
hafa lífeðlisfræðingar haft augastað á vöðvunum við
þessar rannsóknir. Alþekktar meðal lækna eru athuganir
ítalska lífeðlisfræðingsins L. Galvani (1737—98) á lær-
vöðvum froska. Sé út tekinn vöðvi óstirðnaður, má með
rafmagni koma honum til að taka viðbragð og kippast
saman. Dauðastirðnun vöðvanna gerir að jafnaði ekki
vart við sig fyrr en mörgum klukkustundum eftir andlát-
ið, en mismunandi fljótt, og fer það nokkuð eftir dánar-
atvikum. Yöðvastirðnun er ábyggilegt dánareinkenni.
En vöðvarnir eru ekki einir um að varðveita sjálfstæða
möguleika til lífs, því að vel má takast að sýna fram á lífs-
mörk í ýmsum öðrum líffærum, klukkustundum saman
eftir dauða líkamans. Þetta er tilefnið til, að endurlífgun
hans getur átt sér stað, ef það heppnast að vekja hjarta-
slög og öndun á ný. En andardrátturinn er mjög háður
áhrifum af hálfu öndunar-miðstöðvarinnar, sem hefir
aðsetur sitt neðst í heilanum.
Rökrétt afleiðing af því, sem lýst hefir verið hér að
framan, er, að ætíð beri að gera lífgunartilraunir, þegar
maður drukknar, verður úti, er lostinn af háspenntum
rafmagnsstraum eða lamast af eitri. Hér má ekki neitt
vonleysi eiga sér stað — engu er að tapa, en allt að vinna.
Hér er einatt um að ræða fólk á bezta aldri, sem e. t. v.
má lífga við, og koma til fullrar heilsu.
Aðalatriðið er að gera tilraunir til andardráttar. Ekkert
getur komið í þeirra stað. Mjög misjafn árangur fæst af
að dæla lyfjum í æð vegna þess, hve blóðrásin er ófullkom-
in, og flytur því ekki lyfin út um líkamann. En öndunar-
hreyfingar stuðla að því að soga blóð að hjartanu. Bláæð-
arnar eru venjulega tómar, og því ekki hlaupið að því að
dæla í þær. Tryggast er að dæla örvandi lyfjum rakleitt
Heilbrigt líf
109