Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 15
Eftir að rit Harvey’s um blóðrásina kemur út (1628),
færist nýtt líf í tilraunir með blóðgjafir, einkum í Eng-
landi og Frakklandi, en þær eru einkum í því fólgnar að
dæla í menn blóði úr dýrum, aðallega sauðkindum og kálf-
um. Ágætur árangur hlauzt af sumum þeirra, en misjafn
var hann og snérust margir læknar harðvítuglega á móti
þessum tilraunum. Ýmis rök voru þá fram borin. Lanny
segir t. d. um kálfsblóð: Það er samsett af efnum, sem ætl-
uð eru til að næra alla parta kálfslíkamans. Ef því er
veitt inn í mannsæðar, hvað yrði þá t. d. úr þeim efnum,
sem náttúran hefir ætlað það hlutverk að mynda hornin?
Þó að blóðgjafatilraununum sé að skjóta upp öðru hvoru
fyrr á tímúm, ná þær aldrei verulegri útbreiðslu. Blóð-
tökurnar eru aftur á móti iðkaðar kappsamlega og er
eðlilegt, að ekki sé ríkur áhugi á blóðgjöfum, þegar
talið er, að blóðtökur lækni flest mein. Það er ekki fyrr en
á 19. öldinni, sem byrjað er, svo um munar, að dæla blóði
úr einum manni í annan. En tækin til þess voru ófullkom-
in og aðgerðin varð því erfið í framkvæmd fyrir læknana,
auk þess sem hún reyndist stundum beinlínis hættuleg. En
verulega algengar verða blóðgjafir ekki fyrr en í heims-
styrjöldinni 1914—18. Síðan hafa þær verið notaðar jafnt
og þétt, og eru nú ómissandi þáttur í lækningum flestra
sjúkrahúslækna. Mesta framförin á sviði blóðgjafanna er
vafalaust uppgötvun Landsteiners á blóðflokkunum
(1905), sem varð til þess að mönnum tókst að koma í veg
fyrir flest slys, sem áður hlutust af blóðgjöfunum. Hann
sýndi sem sé fram á, að sumir snúast svo illa við
blóðkornum annarra manna, ef þeir fá þau inn í æðar sín-
ar, að þeir sópa þeim saman, svo að þau safnast í kekki,
sem geta stíflað þröngar æðar. Þau geta jafnvel leystst
upp, svo að blóðgjöfin verður gagnslaus, og getur orðið
stórhættuleg. Síðar vitnaðist, að til eru tveir fjar-
skyldir eiginleikar, sem eru bundnir við rauðu blóðkorn-
Heilbrigt líf
13