Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 6
Þrátt fyrir þessa annmarka, hefir fæðingadeildin þó
unnið mikið starf og gagnlegt á þessum 11 árum, sem nú.
eru liðin síðan hún tók til starfa. Bæjarbúar sýndu
fljótt, að þeir kunnu að meta fæðingadeildina og þá hjálp,
sem hún veitti, þrátt fyrir það, að ætla mætti, að slík nýj-
ung, að fæða börn sín utan heimilis, mundi verða nokkuð
lengi að komast inn í meðvitund fólks, og fólkið lengi að
átta sig á henni og notfæra sér hana. Strax fyrsta árið
komu 254 konur í deildina, og þar fæddust 244 börn. Kon-
unum skildist furðu fljótt, að mikil þægindi voru því sam-
fara að ala barn í fæðingadeild og liggja þar sængurlegu.
Það var ekki eingöngu það, að þarna var alltaf hjálp við
hendina, ljósmæður og læknar. Hitt var þeim kannske eins
mikilsvert, að heimilin losnuðu við allt það umstang og
erfiði, sem því er samfara, að kona elur barn í heimahús-
um, við misjöfn skilyrði, og oft og einatt litla hjálp og
ónóga. Og ekki sízt er næðið í sængurlegunni mikilsvert
fyrir konurnar. Margar fátækar konur eru svo settar í
þjóðfélaginu, að sængurlegurnar eru þeirra einu hvíldar-
dagar um margra ára bil. En hvíldin vill stundum reynast
lítil og ónæðissöm, þar sem mörg börn eru í heimili, og
húsmóðirin, sem liggur á sæng, verður jafnframt að
stjórna heimilinu og segja fyrir verkum.
Reykjavíkur-konurnar voru ekki lengi að sjá kosti þess
að fæða í fæðingadeild. En þar eru þær ekki einar um hit-
una. Um allan hinn menntaða heim gengur nú sú alda yf-
ir, að betra sé að fæða í spítala en í heimahúsum. Öryggið
um líf og heilsu móður og barns ætti að vera þar meira en
heima, og það er víðar en hér, sem hjálpin er ónóg á
heimilunum. Öll þau ár, sem fæðingadeild Landspítalans
hefir starfað, hafa verið hér í Reykjavík meiri eða minni
vinnukonuvandræði, jafnvel þegar atvinnuleysi var á
mörgum öðrum sviðum. Þó hefir fyrst kastað tólfunum
nú seinustu árin, enda ber aðsóknin að fæðingadeildinni
4
Heilbrigt líf