Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 117
reyndir læknar eða hjúkrunarkonur, sem sífellt hafa veik-
indi og viðskilnað fyrir augunum, beri meiri kvíðboga
fyrir því, sem koma kann, en aðrir. Skýringin er nærtæk,
því að menn óttast mest það, sem þeir hafa minnst kynni
af. Lífið er fagurt, og þykir það ekki sízt, þegar menn eiga
að týna því. Það er eins og enski rithöfundurinn Ruskin
sagði eitt sinn: „There is no wealth but life“, þ. e. a. s.
Lífið er gulli dýrara.
Kvíðbogi fyrir sjúkdómum orsakast aðallega af tvennu.
Menn kvíða þrautum og þjáningum, sem gert er ráð fyrir,
að verði sjúkdómnum samfara. Og menn kvíða því að
skilja við þetta líf — ef sjúkdómurinn skyldi draga til
dauða.
Menn eru misjafnir að skapgerð og upplagi. Sumir eru
bjartsýnir og hrista af sér áhyggjuefni og erfiðleika.
Aðrir kvíðnir, og efst í huga þeirra áhættur, sem fram-
undan kunna að vera. Menn ráða ekki við slíkt — sumpart
vegna þess að þetta er áskapað ástand. Sumir krefjast
þess að vera sífellt skoðaðir sjúklingar, þó að lítið sé að,
og liggur á bak við það einhver hégómaskapur og þörf á
að láta bera á sér. Margir eru hnýsnir um sjúkdóma ná-
ungans. Allar fréttir eru þá ýktar. Veikist maður snögg-
lega, flýgur fiskisagan. Út í frá er honum ef til vill ekki
talin lífs von, og oft „sleginn af“, þó að engin hafi verið
lífshættan. Menn taka yfirleitt æði skakkt eftir því, sem
þeir heyra og frétta, og fáir eru í raun og veru vitnisbær-
ir um það, sem ber fyrir augu og eyru. Það kannast flest-
ir við ævintýri Andersens, þegar ein lítil fjöður varð í
meðförunum að fimm hænum. Og svona vill þetta líka
verða í sjúkdómaskrafi fólksins.
Algengt er, að mæður séu kvíðnar um börnin — þótt
ekkert sé að. Þau þykja svitna um of á nóttunni, nísta
tönnum, eða draga andann óeðlilega í svefni, vera of feit
eða of mögur, eða naflinn athugaverður. Út yfir taka þó
Heilbrigt líf
115