Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 12
syn á því að sjá þeim fyrir sjúkrarúmi, jafnvel ennþá
meiri nauðsyn en fyrir fæðandi konurnar, sem geta þó
alið börnin í heimahúsum.
Kennsla ljósmæðra- og læknanema hefir farið fram í
fæðingadeildinni frá því að hún tók til starfa. Ég ætla
ekki að ræða kennsluna hér, en það liggur í augum uppi,
að hún er mikilsvert atriði, sem myndi fá miklu betri skil-
yrði í nýrri og stærri deild.
Það ber allt að sama brunni, hvar sem á er drepið um
fæðingadeild Landspítalans, að hún er orðin alltof lítil og
ófullnægjandi. Ráðandi mönnum hefir verið bent á þetta
fyrir langa löngu, og oft og mörgum sinnum. En þar hefir
engu verið hægt um að þoka. Loks hefir þó nú í vetur einn
aðili þessa máls, bæjarstjórn Reykjavíkur, gefið vilyrði
um aðstoð.
En hvað er þá hægt að gera til úrbóta? Ekkert annað
en að reisa nýja fæðingadeild, sem auðvitað á að standa
á Landspítalalóðinni og vera ein deild Landspítalans. Það
er ekki hægt að stækka fæðingadeildina með því að taka
undir hana fleiri stofur í Landspítalanum sjálfum. Fyrst
og fremst eru stofur ekki til, og svo myndi lítið þýða að
bæta við nokkrum sjúkrarúmum, ef aðstæður deildarinnar
væru ekki bættar að öðru leyti. Það þarf því að byggja
nýtt hús fyrir deildina. Mestur vandinn verður að
segja til um, hvað það á að vera stórt, og um fyrirkomu-
lag þess.
Fyrst er þá að athuga, hvað fæðingadeildin nýja þarf
að geta tekið á móti mörgum fæðandi konum á ári, en það
er eðlileg og sjálfsögð krafa, að allar þær konur, sem náð
geta til fæðingadeildarinnar og vilja fæða þar, eigi þess
kost rúmsins vegna. Meginið af konunum verður frá
Reykjavík eins og hingað til. Konur utan Reykjavíkur
fæða þar auðvitað líka, en varla svo almennt, að þess gæti
verulega.
10
Heilbrigt líf