Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 96
aðeins afvötnuð — en ekki soðin — og borðuð með ný-
soðnum, heitum kartöflum, ef til vill ásamt einhvers konar
jafningi.
Auk matreiðslukennara yfirleitt, ættu húsmæðraskólar
að hafa bezta aðstöðu til þess að hafa forgöngu í þessu
efni, og þá ekki sízt væntanlegur húsmæðra-kennaraskóli,
sem þyrfti að komast upp sem fyrst, til þess að geta orðið
leiðarljós fyrir alla húsmæðrafræðslu í landinu.
PYRIRSPURNUM SVARAÐ
Einn lesandi timaritsins — „S. J.“ — biður ritstjórnina að svara
eftirfarandi spurningum:
a) „Krabbamein í andliti eða hálsi kvað hafa stafað af tóbaks-
reykingum í gamla daga. Gerir það það enn í dag?“
b) „Mig langar til að fá fræðslu um, hvort mikil mjólk í mat geti
verið óholl fólki, sem vinnur erfiðisvinnu?"
Svör:
a) Læknar hafa litið svo á, að mein í neðri vörinni gæti komið
upp vegna pípureykinga, ef tóbakspípunni er sífellt haldið milli
sömu tannanna, og pípan mæðir því alltaf á sama stað á neðri vör-
inni. Tóbakinu sjálfu hefir síður verið um kennt. Meinsemd annars
staðar í andliti á ekki neitt skylt við tóbaksbrúkun, og tæplega, þó
að krabbamein komi fyrir í hálsi (barkakýli).
b) Nýmjólkin er ekki síður holl erfiðismönnum en öðrum. Vita-
skuld er gengið að því vísu, að menn hafi jafnframt tilbreytilegt
fæði, því að ekki er ráðlegt fyrir fólk á fullorðins aldri að lifa á
mjólk eingöngu, eins og ungbarn.
Lesendum tímaritsins er velkomið að senda fyrirspurnir, og mun
ritstjórnin svara þeim, eftir því sem föng eru til.
94
Heilbrigt líf