Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 69
er síðan gegnvætt að kvöldinu til með olíublöndunni. Þá er
lögð lérefts- eða flónelshetta yfir allt höfuðið, og sundhetta
utan um allt saman. Hettan er látin vera óhreyfð í 12 klst.
Þá er hárið þvegið vandlega úr volgu sápuvatni. Laust
hrúður, nit og dauðar lýs kembdar burtu, og hárið síðan
skolað vendilega úr hreinu vatni. Ef rauðir blettir, sem
ýlir úr, sjást á stöku stað eftir þvottinn, er gott að bera
á þá bómolíu. Venjulega nægir þessi meðferð í eitt skipti
til þeés að uppræta alla lús úr höfði. En sé mjög mikil nit
í hári, er rétt að endurtaka hana í annað sinni. Ágætt er
líka að væta hárið í quassia-tinktúru — ca. 50 gr. — og
kemba eftir stutta stund. Hárið þvegið eftir viku. — Menn
losna þá við olíulykt og hettu.
Til þess að útrýma fatalús er venjulega hægilegt að
sjóða nær- og sængurfatnað og láta sjúklinginn baða sig
úr heitu sápuvatni daglega, nokkra daga í röð. íslenzk
ullarnærföt má ekki sjóða, þau eru lögð í lysoi, en grásalvi
er borið í saumana.
Flatlús tekst oft að útrýma með steinolíu, blandaðri bóm-
olíu. Varasamt er að nota svonefnt grásalvi eða lúsasalvi.
Margir þola það ekki og fá slæma húðbólgu.
íslendingum hefir tvímælalaust farið mikið fram í
hreinlæti á síðari árum. Óþrif hafa minnkað bæði í kaup-
stöðum og sveitum landsins. Má m. a. þakka það skólaskoð-
un barna, sem er lögboðin hér á landi. Starfsemi skóla-
hjúkrunarkvenna við stærstu barnaskóla landsins, hefir
einnig verið til mikils gagns.
Héraðslæknar ættu að skoða hvert einasta skólabarn
vandlega vegna óþrifa. Heilbrigðisstjór'nin þarf að láta
öllum héraðslæknum í té nákvæman prentaðan'leiðarvísi
handa börnum um útrýmingu lúsar. Kennarar ættu að
ganga ríkt eftir, að þau börn, sem hafa reynzt lúsug við
skólaskoðun, fái ekki að sækja skóla fyrr en lúsinni hefir
verið útrýmt eftir settum reglum.
Heilbrigt. lif
67