Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 23
leka ekki úr æðunum. Þessar tilraunir hafa gefið góða
raun á dýrum, en eftir er að vita, hvort slíkur vökvi reyn-
ist ekki að neinu leyti hættulegur mönnum.
Eins og stendur jafnast ekkert, sem á boðstóium er, á
við blóðvökvann.
SOÐNING
Soðning er á hvers manns borði hér á landi, og þykir einfalt
verk að sjóða nýjan fisk. En þó getur þessi alvanaleg'i matréttur
orðið mjög misjafn að bragði og hollustu eftir því, hvernig með
hann er farið.
Nú er farið að hyllast til að sjóða íiskinn „í sjálfum sér“, þ. e.
a. s. fiskurinn leggur sjálfur til það vatn, sem þarf til suðunnar. Á
því eru ekki nein vandkvæði, því að í flökuðum nýjum fiski er 80%
af vatni. Kaupi húsmóðir 1 kg. af nýjum fiski, eru 800 g-römm af því
vatn. Fiskinn má vitanlega sjóða í venjulegum potti. En heppi-
legra er að nota til þess fat úr eldföstu gleri, sem stungið er inn í
bökunarofn. Kartöflur má sneiða niður í sama fatið, og láta í það
smjör og matarsalt. Líka má krydda soðninguna með tómatsafa eða
carry. Matrétturinn með öllu tilheyrandi er þarna í sama fatinu,
sem borið er inn á borðið. Fiskurinn liggur eingöngu í þeim legi,
sem hann leggur til sjálfur. Soðning þannig tilhöfð er allur annar
og ljúffengari matur en menn hafa áður átt að venjast.
Vítamínfræðingar hafa komizt að raun um, að dýrmæt fjörefni
eru í fisksoði, einkum B-efni. Er því illa farið með holl efni, ef þau
eru ekki varðveitt með soðningunni. En algengt mun vera, að hús-
mæður hirði ekki fisksoð, þegar eldað er með garnla laginu.
Heilbrigt líf
21