Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 49
gefinn. En mjög mikið vantar á, að þetta sé fullrannsak-
að, sem m. a. sést á því, að þriðja hvert gamalmenni deyr
úr svonefndum ellihrumleika, eða tæp 15% af öllum, sem
dóu hér á landi 1937. 0g þó vita menn í raun og veru ekkir
hvað ellihrumleiki er. Árin 1911—15 dóu hér 12,5% allra
dáinna úr ellikröm, svo að ástandið hefir ekki batnað í
þessu efni. Er af þessu augljóst, hver nauðsyn það er
fyrir þá, sem lifa, að allt gamalt fólk sé krufið eftir and-
látið.
Rannsóknir á dánarorsökum gamalmenna virðast hafa
sýnt, að næmir sjúkdómar eru mjög fátíðir hjá þeim,
samanborið við það, sem er á yngri árum. En hins vegar
eru króniskir sjúkdómar í blóðrásarkerfinu og nýrnasjúk-
dómar, auk illkynjaðra æxla, miklu algengari en önnur
dánarmein. Blóðrásarkerfissjúkdómar eru 1/3 allra dánar-
orsaka, annarra en ellihrumleika.
Ellihrumleiki, hjartabilun og lungnakvef eru hér um
bil helmingi algengari dánarorsök hjá konum en körlum.
En lungnabólga og nýrnasjúkdómar eru mun algengari
hjá körlum. Aðrar dánarorsakir eru nokkurn veginn jafnar
hjá báðum kynjum. Hlutföll þessi virðast svipuð í öllum
löndum og benda til þess, að sjúkdómar í brjóstholinu séu
hinir hættulegustu fyrir gamalt fólk, auk heilablóðfalls og
krabbameins.
í ýmsum löndum hafa verið gerðar rannsóknir á sjúk-
dómseinkennum vistmanna á elliheimilum og gamalmenna
í sjúkrahúsum. Á þeim rannsóknum og því, sem kemur í
ljós við krufningar, eru byggðar þær skoðanir, sem eru
ríkjandi um ellina, og ástand likama og sálar hjá gömlu
fólki. Á þeim er einnig byggð mikil félagsleg löggjöf, siðir
og venjur fyrri og seinni tíma.
Menn eru ekki sammála um, hvers eðlis ellin sé.
Mikið af niðurstöðum eldri rannsókna eru mótað-
ar af heimspekilegu eða lífeðlisfræðilegu viðhorfi höfund-
Heilbrigt líf 47