Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 117

Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 117
reyndir læknar eða hjúkrunarkonur, sem sífellt hafa veik- indi og viðskilnað fyrir augunum, beri meiri kvíðboga fyrir því, sem koma kann, en aðrir. Skýringin er nærtæk, því að menn óttast mest það, sem þeir hafa minnst kynni af. Lífið er fagurt, og þykir það ekki sízt, þegar menn eiga að týna því. Það er eins og enski rithöfundurinn Ruskin sagði eitt sinn: „There is no wealth but life“, þ. e. a. s. Lífið er gulli dýrara. Kvíðbogi fyrir sjúkdómum orsakast aðallega af tvennu. Menn kvíða þrautum og þjáningum, sem gert er ráð fyrir, að verði sjúkdómnum samfara. Og menn kvíða því að skilja við þetta líf — ef sjúkdómurinn skyldi draga til dauða. Menn eru misjafnir að skapgerð og upplagi. Sumir eru bjartsýnir og hrista af sér áhyggjuefni og erfiðleika. Aðrir kvíðnir, og efst í huga þeirra áhættur, sem fram- undan kunna að vera. Menn ráða ekki við slíkt — sumpart vegna þess að þetta er áskapað ástand. Sumir krefjast þess að vera sífellt skoðaðir sjúklingar, þó að lítið sé að, og liggur á bak við það einhver hégómaskapur og þörf á að láta bera á sér. Margir eru hnýsnir um sjúkdóma ná- ungans. Allar fréttir eru þá ýktar. Veikist maður snögg- lega, flýgur fiskisagan. Út í frá er honum ef til vill ekki talin lífs von, og oft „sleginn af“, þó að engin hafi verið lífshættan. Menn taka yfirleitt æði skakkt eftir því, sem þeir heyra og frétta, og fáir eru í raun og veru vitnisbær- ir um það, sem ber fyrir augu og eyru. Það kannast flest- ir við ævintýri Andersens, þegar ein lítil fjöður varð í meðförunum að fimm hænum. Og svona vill þetta líka verða í sjúkdómaskrafi fólksins. Algengt er, að mæður séu kvíðnar um börnin — þótt ekkert sé að. Þau þykja svitna um of á nóttunni, nísta tönnum, eða draga andann óeðlilega í svefni, vera of feit eða of mögur, eða naflinn athugaverður. Út yfir taka þó Heilbrigt líf 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.