Sjómannadagsblaðið - 2023, Qupperneq 4
4 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3
Og það er líka gott að
vera sjómaður á Íslandi.
Væntanlega betra en
í fjölmörgum öðrum
löndum og kannski
langflestum þeirra. Sjó-
mennskan hefur um
aldir verið veigamesta
lífsbjörg þjóðarinnar og
þeir sem sótt hafa sjó-
inn hafa alla tíð notið virðingar
og ómælds þakklætis fyrir hetju-
lega og afar verðmæta glímu
sína við náttúruöflin til þess að
færa þjóðinni björg í bú.
Öllum er mikilvægi íslensks
sjávarútvegs ljóst. Öllum er það
eflaust líka ljóst að við höfum á
undanförnum áratugum byggt
upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem
er í allra fremstu röð bæði hvað
varðar sjálfbærni veiðanna og
verðmætasköpun. Enda þótt
við getum verið stolt af þessari
þróun má líka halda því fram að
skárra væri það nú! Til skamms
tíma áttum við eiginlega engin
önnur útflutningsverðmæti en
fiskinn. 200 mílna lögsaga okkar
með öll sín fengsælu fiskimið
hefur ásamt efnahagslegu mik-
ilvægi fiskveiðanna sett á okkur
sterka kröfu um ítrustu fag-
mennsku og fordæmi fyrir aðra
sem nýta heimshöfin til verð-
mætasköpunar.
En sjórinn, þessi sameiginlega
auðlind heimsbyggðarinnar sem
í raun þekkir engin landamæri,
er nánast eins viðkvæmur og
lítið blóm. „Lengi tekur sjórinn
við“ er mögulega einn allra
heimskulegasti frasi
sem við tuggðum upp
hvert eftir öðru margt
fyrir löngu. Ógnirnar
sem að honum steðja
vegna plastmengunar,
hlýnunar og súrnunar
sjávar, ofveiði, eyðingar
lífríkis og búsvæða, blý-
mengunar og annarrar
mengunarhættu er sameigin-
legt áhyggjuefni allra jarðarbúa.
Rétt eins og Ísland hefur skipað
sér í fremstu röð hvað varðar
fiskveiðistjórnarkerfi er sjálfsagt
að við skipum okkur með öllum
tiltækum ráðum í framvarðar-
sveit þeirra þjóða sem verja
vilja lífríki hafsins með kjafti
og klóm.
„Vísindin efla alla dáð“ er
gamalt orðatiltæki sem svo
sannarlega endist betur en hið
fyrrnefnda um að sjórinn sé
ruslakista sem endalaust geti
étið hvers kyns drasli sem í hana
er hent. Andri Snær Magnason
rithöfundur sagði eitt sinn á ráð-
stefnu um sjávarútvegsmál að
Ísland væri eins og gúrka – 90%
vatn. Þess vegna botnaði hann
ekkert í því af hverju við legðum
ekki meiri áherslu en raun ber
vitni á að efla menntun ungs
fólks á öllum sviðum vatnsbú-
skapar þjóðarinnar. Sjómennsk-
an og vísindahluti fiskveiðanna
og lífríkis sjávar er þar á meðal
og fjölmargar aðrar atvinnu-
greinar sem við eigum að kapp-
kosta að mennta okkar besta fólk
til þess að sinna.
En því miður virðist sem at-
vinnugreinin sjávarútvegur í
sinni víðustu mynd líði fyrir þá
neikvæðu umræðu og átök sem
einkenna umræðuna um fisk-
veiðistjórnunina. Engum dylst
samt að sjósóknin skilar þjóðar-
búinu gríðarlegum verðmætum
á sama tíma og hún keppir við
ríkisstyrktar útgerðir og vinnslur
í flestum samkeppnislöndum
okkar. Um þetta er ekki deilt. En
við finnum okkur samt margt
annað til þess að karpa um. Í
sjálfu sér er ekkert við það að
athuga en oft og tíðum er orð-
ræðan samt býsna stóryrt, upp-
hrópanakennd og jafnvel fjand-
samleg. Og þegar við horfum
heilt yfir á íslenska velferðarrík-
ið, aðstæður fólksins í landinu
og jöfnuðinn sem þrátt fyrir
allt ríkir á svo mörgum sviðum
getum við vonandi verið sam-
mála um að það sé gott að búa á
Íslandi. Þegar grannt er skoðað
eru átakasvæðin í íslensku sam-
félagi svo ótrúlega smá miðað
við það sem fólk svo víða annars
staðar þarf að takast á við.
Við getum eflaust fínstillt
margt í fiskveiðistjórnun okkar en
í grunninn er það að mínu mati
orðið svo heilsteypt og þroskað
að lagfæringarnar ættu að miklu
frekar að snúast um jákvæð
samstarfsverkefni í stað þessara
þreyttu og endurteknu hjaðninga-
víga. En kannski má segja – því
miður – að þau einkenni sjáist æ
víðar í alls kyns skoðanaskiptum
þar sem fólki er nánast frá byrjun
skipað í tvær andstæðar fylkingar
og veröldin öll gerð eins svört eða
hvít og frekast er unnt. Sjávarút-
vegurinn okkar og sjómennskan
hefur ekkert að gera við slík átök
og nær vonandi að forðast þau í
lengstu lög.
Sjómannadagsráð er ekki
aðili að þessum skoðanaskipt-
um enda þótt ég geri þau hér að
umtalsefni. Ráðið var hins vegar
stofnað fyrir tæplega 90 árum
með það að meginmarkmiði að
kynna störf sjómanna og standa
vörð um ímynd þeirra. Þess
vegna eru mér framangreind
orð hugleikin enda enginn vafi
á því að jákvæð og uppbyggileg
umræða um íslenskan sjávarút-
veg mun bæði örva menntun og
nýliðun í sjómannastéttinni.
Sjómannadagurinn var – og er
auðvitað enn – flaggskip okkar í
kynningu á störfum sjómanns-
ins. Þessum sameiginlega há-
tíðisdegi allrar þjóðarinnar víða
um land hefur stöðugt vaxið
fiskur um hrygg og hér í Reykja-
vík munar auðvitað mikið um
afar ánægjulegt samstarf okkar
á undanförnum árum við út-
gerðarfélagið Brim og Faxaflóa-
hafnir. Landhelgisgæslan lagði
síðan sitt lóð á vogarskálarnar í
fyrra með því að bjóða gestum
Sjómannadagsins í siglingu út á
sundin. Það framlag vakti mikla
hrifningu og verður endurtekið í
ár með enn frekari vindi í seglin.
Aríel Pétursson,
formaður Sjómannadagsráðs
Nú eru liðin 85 ár síðan fyrsti
sunnudagurinn í júní var til-
einkaður sjómönnum og fjöl-
skyldum þeirra, en til þessara
hátíðarhalda var stofnað af
sjómannafélögum árið 1938
sem vildu tileinka dag þeirri
stétt sem ynni hættulegustu og
erfiðustu störfin. Sá samtaka-
máttur sem þessi hefð sprettur
upp úr hefur skilað sjómönnum
og þjóðfélaginu miklu í gegnum
árin. Alla tuttugustu öldina og
fram á þennan dag byggði vel-
sæld landsmanna að miklu leyti
á þeim verðmætum sem sótt eru
á miðin í kringum Ísland. Þó svo
að hlutfallslega hafi dregið úr
því hversu háð við erum
einni atvinnugrein er
sjávarútvegurinn enn
máttarstólpi í atvinnulíf-
inu og í lífskjörum okkar
Íslendinga.
Þó að vinnuslysum til
sjós hafi fækkað er starf-
ið enn hættulegt. Enn
verða slys og þó að Íslendingum
hafi auðnast að koma á skilvirku
kerfi til þess að skrá og meta öll
meiriháttar slys sem verða til
sjós hefur ekki tekist að útiloka
þau. Að því er þó unnið innan út-
gerða víðs vegar um landið, með
aukinni þjálfun, betri skipum,
stafrænni væðingu og útvistun
hættulegra starfa til véla.
Sá tími mun koma þegar
ekkert vinnuslys verður
til sjós, rétt eins og þau
ár hafa komið þegar ekk-
ert banaslys verður til
sjós. Það er framtíð sem
við þurfum að stefna að
saman.
Síðustu ár höfum við séð fjöl-
mörg dæmi þess hve mikilvægar
rannsóknir eru til þess að treysta
framtíð sjávarútvegs við Ísland,
bæði til þess að skilja betur
vistkerfi hafsins og öðlast meiri
þekkingu á því hvers vegna
breytingar verða, en ekki síður
til þess að auka þau verðmæti
sem sjómenn draga að landi. Til
skamms tíma voru þúsundir
tonna af roði fluttar úr landi sem
hráefni fyrir loðdýraeldi. En á
fáum árum hefur roðið hækk-
að í verði svo að það er ekki
fjarstæðukennt að einhvern
tíma kunni roðið að slá hnökk-
unum við í verðmætum. Þetta
hefði ekki raungerst nema fyrir
öflugar grunnrannsóknir og
þekkingarleit. Önnur forsenda
er vilji og geta sjávarútvegsins
til að fjárfesta í nýsköpun, sem
hefur skapað þau skilyrði að
hér þrífst öflugur sjávarútvegur,
mikill meirihluti afla er unnin
hér á landi og sívaxandi verð-
mæti verða til úr þeim afla sem
landað er.
Þessari stöðu þurfum við að
viðhalda til lengri tíma. Með því
að fjárfesta í grunnrannsókn-
um og vinna markvisst að því
að skilja hafið betur munum við
bæta skilyrði fyrir nýsköpun og
með því auknu aflaverðmæti.
Það skilar sér í aukinni velsæld
Íslendinga til lengri tíma og
bættum hag sjómanna.
Ég óska sjómönnum og fjöl-
skyldum þeirra farsældar í dag
sem og alla aðra daga.
Svandís Svavarsdóttir,
matvælaráðherra.
Samstaða með sjómönnum í 85 ár
Það er gott að búa á Íslandi
Um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins
Aðildarfélög Sjómannadagsráðs
Að Sjómannadagsráði höfuðborgarsvæð-
isins standa eftirtalin
stéttarfélög sjómanna:
» Félag skipstjórnarmanna, Félag
vélstjóra og málmtæknimanna,
Sjómannafélag Íslands.
Tilgangur og markmið
Sjómannadagsráðs eru m.a.:
» Að efla samhug meðal sjómanna
og hinna ýmsu starfsgreina
sjómannastéttarinnar og vinna að nánu
samstarfi þeirra.
» Að heiðra minningu látinna sjómanna
og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf
sitt vegna slysfara í starfi.
» Að kynna þjóðinni áhættusöm störf
sjómannsins og hin mikilvægu
störf sjómannastéttarinnar í þágu
þjóðfélagsins.
» Að beita sér fyrir menningarmálum er
sjómannastéttina varða og vinna að
velferðar- og öryggismálum hennar.
» Að afla fjár til þess að reisa og reka
dvalarheimili, hjúkrunarheimili,
vistunar- og endurhæfingaraðstöðu,
íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir
aldraða sjómenn og sjómannsekkjur.
» Að stuðla að byggingu og rekstri
orlofshúsa, sumardvalarheimila og
alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn,
fjölskyldur þeirra og starfsmenn
samtaka þeirra.
» Að beita áhrifum sínum á
stjórnvöld til setningar löggjafar
til styrktar framgangi markmiða
Sjómannadagsráðs.
» Sjómannadagsráð rekur
átta Hrafnistuheimili í fimm
sveitarfélögum sem veita um 800
Íslendingum öldrunarþjónustu.
Auk þess rekur félagið leiguíbúðir
Naustavarar ehf. í þremur
sveitarfélögum, sem veita meira
en 300 öldruðum búsetu á eigin
vegum, sem studd er með samstarfi
við Hrafnistu. Þá rekur félagið einnig
Happdrætti DAS sem styður við
uppbyggingu öldrunarþjónustunnar,
ásamt Laugarásbíói og
sumarhúsasvæði í Hraunborgum
Grímsnesi.
Stjórn Sjómannadagsráðs
höfuðborgarsvæðisins skipa:
» Aríel Pétursson formaður,
Félagi skipstjórnarmanna
» Árni Sverrisson varaformaður,
Félagi skipstjórnarmanna
» Jónas Garðarsson gjaldkeri,
Sjómannafélagi Íslands
» Oddur Magnússon varagjaldkeri,
Sjómannafélagi Íslands
» Sigurður Ólafsson ritari,
Félagi vélstjóra og málmtæknimanna
Forsíðumynd: Frá hátíðarhöldum 2022,
koddaslagur á Grandanum.
Útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafnistu, Laugarási,
104 Reykjavík.
Ritnefnd: Björn Finnbogason, Brynjar Viggósson og
Vilbergur Magni Óskarsson.
Umsjón: KOM ehf., kynning og markaður.
Ritstjóri: Óli Kristján Ármannsson.
Höfundar efnis: Bolli Valgarðsson,
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Stefán Óli Jónsson,
Ragnheiður Guðmundsdóttir og
Óli Kristján Ármannsson.
Ljósmyndir: Hreinn Magnússon.
Sala auglýsinga: Birna Sigurðardóttir,
bsig@bsig.is.
Prentvinnsla: Landsprent
Upplag: 64.000 eintök, borin út á heimili á
höfuðborgarsvæðinu auk markvissrar dreifingar á
valda staði af hálfu Smiðjunnar vinnustofu. Blaðinu
verður einnig dreift á hátíðarsvæði sjómannadagsins
og er aðgengilegt á vef Sjómannadagsráðs.