Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 2023, Page 8

Sjómannadagsblaðið - 2023, Page 8
8 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 í talstöðvarnar, karlar í skipun- um í kring að öskra að það væri hætta á ferð, en við skildum ekkert. Olíuskipið sem var að koma með olíuna tafðist út af þessu brjálaða veðri og við biðum lengi. Það gekk illa að taka smurolíu, lagnirnar voru stíflaðar og þá þurftum við að skrúfa allt í sundur og finna stífluna, sem kom síðar í ljós að var tuska. Þarna vorum við allir búnir að vera vakandi í 30 tíma. En svo leystist þetta allt á endanum og ég gat loksins farið að sofa. Þegar ég vaknaði aftur vorum við komnir á siglingu heim til Íslands.” Hvalveiðar og gamlar gufuvélar Síðasta sumar bauðst Siguróla að fara sem vélstjóri á Hval 8, sem hann þáði enda mikill áhugamað- ur um gamlar gufuvélar. „Aðal upplifelsið fyrir mig var að fara á skip sem var smíðað árið 1948 með upphaflegri gufu- vél um borð. Þá er það þannig að vélstjóri verður að vera niðri í vél öllum stundum. Það er ekki hægt að stoppa skipið nema slökkva á vélinni. Mér fannst gaman að sitja þarna og læra á vélina, ég var kannski ekki beint þarna fyrir hvalveiðarnar, ég var meira þarna fyrir gufuvélina. Það er alveg frábært að sjá svona gamla vél í gangi.“  Hann segir hvalveiðar þó mjög frábrugðnar fiskveiðum. „Þetta er allt öðruvísi upplifun. Maður getur alveg fundið til með hvölum, það er mikið blóð og þetta er allt annað en að veiða fisk. Mér finnst samt allt í lagi að veiða hvali í hófi.“ Erfiðar vinnuaðstæður á veturna Þrátt fyrr að sjómennskan hafi sína kosti stefnir Siguróli ekki endilega á að eyða starfsævinni á sjó. „Það besta við sjómennskuna eru náttúrulega fríin,“ segir hann kíminn. Hann segir veturna sér- staklega erfiða vegna þess hversu erfitt það sé að sofa og vinna. „Það er oft virkilega erfitt að vinna í vondu veðri við viðgerðir. Það er ekki hægt að leggja neitt frá sér, það fýkur bara og maður þarf að halda sér í með annarri hendi og vinna með hinni.“ Siguróli segir fátíðara að skip haldi í land vegna veðurs. Þau séu orðin stærri og betri og hægt að vera lengur á veiðum þrátt fyrir veður. „Ef veður verða of slæm til veiða þá er stundum far- ið í var undir Grænuhlíð eða við Reykjanes og lónað meðan beðið er eftir að veðrið gangi niður.“ Hann segi skipstjórann hafa úr- slitavald um þetta og bera ábyrgð á öryggi skips og áhafnar. „Á móti kemur að það er líka pressa á að vera sem mest á veiðum og koma með sem mestan fisk í land í hverri ferð. Laun sjómanna byggjast nær eingöngu á því hversu mikinn fisk þeir koma með í land svo áhöfnin þarf oft að harka af sér þrátt fyrir erfiðar aðstæður vilji þeir fá eitt- hvað borgað fyrir túrinn.“ »- rg AFLHLUTIR EHF / SELHELU 13 / 221 HAFNARFJÖRÐUR / SÍMI 544 2045 / AFLHLUTIR@AFLHLUTIR.IS Þar sem kröfurnar eru mestar ERU CUMMINS RAFSTÖÐVAR BESTAR Fiskeldi – Bændur – Vertakar – Orkufyrirtæki Rifós ehf 3.3MW Arctic Smolt 3.6 MW Ístak 3 rafstöðvar samt. 324 KW Veturnir geta verið erfiðir á sjónum en betri skip hafa orðið til þess að fátíðara er að skip þurfi að halda í land vegna veðurs, að sögn Siguróla. Mynd/Hreinn Magnússon

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.