Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Síða 14

Sjómannadagsblaðið - 2023, Síða 14
14 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 ankomnir fulltrúar útgerða víðs vegar að af landinu og viðræður hófust umsvifalaust. Enn kom í ljós verulegur munur á hugmyndum manna um verð og hönnun. Hluti japönsku sendinefndarinnar fór því aftur heim til Jap- ans, þar sem boðað var til fundar með samstarfsaðilum 30. nóvember. Þar voru mótaðar nýjar tillögur sem lagt var af stað með til Íslands 2. desember. Þegar til Íslands kom voru fulltrúar útgerðanna enn á hótelinu í Reykja- vík og viðræður gátu hafist tafarlaust. Nú kom munurinn enn skýrar fram á „Hokuten 349 tonn“ togurunum og hugmyndum Íslendinga: 1. Togspil rafknúin en ekki lágþrýst glussaspil. 2. Kæling aðalvélar með vatni og ljósavélar með titringsvörn. 3. Einangrun í fiskilest sé klædd að innan með kop- arplötum og áli í hillum. Í lýsingu í lest skulu vera 120 lúxa lampar sem auðveldi kössun. 4. Upphitun í mannaíbúðum og brú. 5. Sérstakar kröfur gerðar um vinnuumhverfi. 6. Fiskilúga skal opnast upp, en ekki niður. 7. Gera þarf módelprófun. 8. Þörf á að kanna betur hvernig ábyrgðar- og eftir- þjónustu verður háttað. 9. Kanna hvernig fara á að íslenskum skipa- skoðunarreglum. Það tók eina viku að leysa úr þessum málum með Íslendingunum. Þann 10. desember var tilbúið samningsuppkast með fylgiskjölum sem lagt var fyrir væntanlega kaupendur. Þann 15. desember var lagt fram endanlegt tilboð og gefinn 45 daga umhugsunarfrestur. Þegar sendinefndin kom heim til Japans voru ekki allir hér sáttir við tilboðið og því var vandi á höndum. Strax í ársbyrjun 1972 fóru Hos- hino og félagar hans á fund Takagi, formanns sam- taka útgerðarmanna, sem sagði að þetta mál væri svo mikið hagsmunamál fyrir japanska útgerð að þeir yrðu að komast yfir hjallann. Nú yrði að setja upp „Rannsóknarteymi Norður-Atlantshafsfiskiskipa“ til að leysa hnútana. Teymið var myndað án frekari vífilengja, það vann mjög vel og leysti úr mörgum mál- um, m.a. módelprófunum á skipsskrokknum á vegum sjávarútvegsráðuneytis Japans og ýmsu fleira. Þegar hér var komið sögu var mönnum orðið ljóst að aðstæður til fiskveiða og meðhöndlun afla voru allt aðrar á Íslandi en þeir voru vanir í Japan. Að auki þurftu Japanirnir að fá smíðalýsingu af togspilunum, en kröfur til þeirra voru aðrar en þeir áttu að venjast. Samninganefndin kom aftur til Íslands 14. febrúar 1972, tveir menn fóru tafarlaust til Neskaupstaðar og beint á veiðar með skuttogaranum Bjarti til að kynna sér skip, vinnulag og aðstæður við veiðarnar. Tvímenningarnir komu aftur til Reykjavíkur þann 21. febrúar með Magna Kristjánssyni skipstjóra og þá var gengið endanlega frá ýmsum veigamiklum atriðum í fyrirkomulagi um borð í skipunum. Nú sáu Japanir svart á hvítu hvernig aðstæður, vinnufyrirkomulag, aflasamsetning o.fl. voru á Íslandi. Í lok febrúar var smíðasamningurinn svo tilbú- inn, sem leiddi til þess að sex skip voru byggð í Narasaki Zosen í Muroran og fjögur í Niigata Tekko. Jafnframt voru öll spil framleidd í Muroran og skipsvélarnar í Niigata. Egill Þórðarson loftskeytamaður. Egill Þórðarson loftskeytamaður og eiginkona hans, Yoko A., þýddu á íslensku skýrslu sem tekin var saman fyrir samtök þarlendra útgerða um smíði Japanstogaranna. Hér hleypur hann á helstu punktum hennar. Mynd/Hreinn Magnússon Við kum sjómönnum til hamingju með daginn

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.