Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 45

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 45
N ýtt miðlægt skráningar- kerfi sjóslysa, ATVIK- sjómenn, var tekið í gagn- ið fyrr á þessu ári. Vonir standa til þess að kerfið muni ekki aðeins einfalda skráningu slysa og „næstum því“-slysa á sjó, heldur jafnframt að upplýsingarnar megi nota í gagnadrifnu forvarnar- starfi sem svo fækki óhöppum enn frekar. Einn umsjónarmanna kerfisins segir að með tilkomu þess gætu Íslendingar náð forystu í slysaskráningum og öðlast ómet- anlegar upplýsingar til framtíðar. Áætlað er að á annað hundrað slys verði á sjófarendum á hverju ári. Að sögn Þorsteins Þorkels- sonar, sérfræðings í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, hef- ur það þó reynst þrautin þyngri að viðhalda yfirsýn yfir óhöppin, þar sem tölur um slys á sjó eru geymd- ar víða og bundnar mismunandi takmörkunum. „Okkur vantar betri tölur um slys á sjó á Íslandi,“ segir Þorsteinn. „Við erum með tölur frá rann- sóknarnefnd samgönguslysa en við sjáum líka að gríðarlega mörg slys eru tilkynnt beint til Sjúkra- trygginga og tryggingarfélaga sem fara ekki í rannsókn hjá nefndinni. Við náum því ekki almennilega utan um hvað er að gerast í þeim tilfellum, því við erum einfaldlega ekki með þær upplýsingar.“ Gjöf frá VÍS Nýja skráningarkerfið, sem fékk heitið ATVIK-sjómenn, er hugsað sem svar við þessari upplýsinga- óreiðu. Þorsteinn segir að ATVIK- sjómenn eigi uppruna sinn hjá VÍS, þar sem það nýttist sem atvika- skráningarkerfi. Fólk hafi þó áttað sig á því að kerfið byði upp á meira en að þjónusta einungis viðskipta- vini VÍS og því hafi farið af stað umræða um að gefa opinberum að- ilum kerfið. Það hafi að lokum orð- um raunin þegar RNSA fékk kerfið í sína eigu og Samgöngustofa fari nú með umsjón þess. Síðan þá hefur kerfið „þróast á mjög skemmtilegan hátt eftir samtal RNSA, samgöngu- yfirvalda og VÍS,“ eins og Þorsteinn kemst að orði. Í október 2022 fór í loftið nýtt ATVIK-sjómenn sem er aðgengi- legt öllum útgerðum til notkunar þeim að kostnaðarlausu. Þor- steinn segir að síðustu mánuðum hafi verið varið í kynningu, þróun og nýskráningum í kerfið, sem hafi gengið vonum framar. Er nú svo komið að 13 af 20 stærstu útgerð- um landsins eru komnar í ATVIK- sjómenn og segir Þorsteinn að von- ir standi til að allar útgerðir verði komnar þangað áður en langt um líður. Það sé gríðarlega mikilvægt að flestir sjófarendur nýti sér kerf- ið, einmitt til þess að það uppfylli markmið sitt um að ná betur utan um óhöpp á sjó. Engin lagaleg skylda hvílir á útgerðum eða öðr- um að senda inn tilkynningar í ATVIK-sjómenn en Þorsteinn segir að fyrstu notendur kerfisins hafi séð hag sinn í því að taka þátt í þessu framtaki, enda sé það gott tæki til þess að fækka slysum. „Næstum því“-slys mikilvæg „Með því að taka upp ATVIK-sjó- menn erum vonumst við til að hafa búið til vettvang þar sem við getum náð yfirsýn yfir öll óhöpp á sjó, að við séum með rétta tölfræði. Þetta er heimagerður skráningargrunnur sem getur nýst öllum, en auðvit- að með ákveðnum takmörkunum vegna persónuverndar,“ segir Þor- steinn. Góður árangur hefur náðst á undanförnum árum við að fækka alvarlegum slysum á sjó en engu að síður verða enn rúmlega 100 óhöpp á ári. Til þess að ráða niðurlögum þeirra segir Þorsteinn ekki aðeins mikilvægt að skrá þau samvisku- samlega heldur jafnframt að til- kynna um öll „næstum því“-slys eins og þau eru kölluð – óhöpp á sjó sem hefðu getað leitt til slyss, þrátt fyrir að allt hafi farið á besta veg. „Það eru einfaldlega ekki nógu mörg slys tilkynnt,“ segir Þorsteinn. „Við höfum heilt yfir náð frábær- um árangri í að fækka alvarlegri slysum, en við þurfum að horfa meira til minniháttar slysanna sem ekki er nógu oft greint frá. Það er nauðsynlegt ef við ætlum að útrýma þeim, því við getum ekki brugðist við einhverju sem enginn veit hvað er.“ Þorsteinn tekur sem dæmi að útgerðum og yfirvöldum gæti þótt áhugavert að heyra ef tilteknar mottur á skipum eigi það til að losna eða að einhver handrið þyki illa hönnuð. Með því að vekja máls á því í gegnum ATVIK-sjó- menn mætti koma í veg fyrir að aðrir sjófarendur reki sig á sama vandamál – og um leið koma í veg fyrir möguleg slys sem af þeim gætu hlotist. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir forvarnarhlutverk Samgöngustofu að hafa yfirsýn yfir þessi tilfelli. „Í framtíðinni gætu þetta orðið ómetanlegar upplýsingar. Við sjáum það á skráningargrunnum erlendis, eins og hjá Norðmönnum, að ef við náum að þroska þetta kerfi áfram gætum við náð ákveðinni forystu í þessum málum,“ segir Þorsteinn. Betri samtenging á döfinni Þorsteinn segir að ATVIK-sjómenn sé í áframhaldandi þróun svo að það geti orðið enn miðlægari vettvangur fyrir slysaskrán- ingu. Þannig standi til að kerfið geri notendum kleift að senda tilkynningar um slys beint til Sjúkratrygginga og trygginga- félaganna og koma þannig í veg fyrir tvíverknað. Í staðinn fyrir að notandinn þurfi að setja sig sjálfur í samband við alla hlutaðeigandi megi einfaldlega gera það með einum smelli í gegnum ATVIK- sjómenn. „Það er mikill vilji meðal Sjúkratrygginga og tryggingafé- laga að taka þátt í þessu með okk- ur og vonandi klárast þessi vinna síðar á þessu ári,“ segir Þorsteinn. Allar nánari upplýsingar um AT- VIK-sjómenn má nálgast á heima- síðu Samgöngustofu og á slóðinni atviksjomenn.is. »– sój Gætu orðið ómetanlegar upplýsingar • Á hverju ári er áætlað að hundrað slys verði á sjófarendum • Nýtt skráningarkerfi svarar ákalli um áreiðanlegar tölulegar upplýsingar • Þróun kerfisins átti sér stað hjá VÍS en það er nú á hendi Samgöngustofu Þorsteinn Þorkelsson, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir að í gegnum tíðina hafi það reynst þrautin þyngri að halda utan um skráningu slysa og atvika sem leitt hefðu getað til slysa á sjó. Mynd/Hreinn Magnússon 45 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð J ú N Í 2 0 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.