Sjómannadagsblaðið - 2023, Page 51
51 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð J ú N Í 2 0 2 3
Gleðin er ætíð við völd þegar sjómannadeg-
inum er fagnað. Hann ber að þessu sinni
upp á sunnudaginn 4. júní. Í fyrra var þráð-
urinn tekinn upp þar sem frá var horfið
eftir Covid-heimsfaraldurinn og fjölbreytt
dagskrá í boði að vanda. Hér til hliðar má
sjá myndir frá skemmtuninni á Granda-
garði á síðasta ári. Þá má sjá mynd sem
Hreinn Magnússon ljósmyndari tók í Hörpu
þar sem Guðjón Hafsteinn Guðmundsson,
Finnbogi Aðalsteinsson, Valdimar H. Sig-
þórsson, Helgi Vignir Kristinsson, Sigurður
Ólafsson, Kristinn Daníel Hafliðason, Ægir
Kristmann Franzson og Ingvar Friðriksson
voru heiðraðir fyrir farsæl störf og björgun
mannslífa. Eins er hægt að sjá skemmtilegt
myndband frá hátíðarhöldunum, elti fólk
myndhlekkinn svarthvíta hér til hliðar.
Frá hátíðarhöldum
síðasta árs í Reykjavík