Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 2023, Side 52

Sjómannadagsblaðið - 2023, Side 52
52 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 Togarinn Skúli fógeti, eign útgerðarfélagsins Alliance, fórst á mánudagsnóttina í Grindavík og drukknuðu 13 menn, allir úr Reykjavík, þar á meðal skipstjórinn Þorsteinn Þorsteins- son, en 24 skipverjar björguð- ust. Versta veður var þegar þetta átakanlega slys vildi til,“ sagði í knappri frásögn á forsíðu Dags á Akureyri 13. apríl 1933. Þá voru þrír dagar liðnir frá hörmulegu strandi síðutogarans Skúla fógeta skammt vestan við Staðarhverfið í Grindavík aðfaranótt 10. apríl. Aðrir höfðu gert atburðunum ítar- legri skil. Skipið var að koma af veiðum þegar slysið varð, en ekki er vitað um aðrar orsakir strandsins en að veður var afar slæmt, snjóél gengu yfir í miklu roki og svartamyrkri. Boð um strandið bárust í land þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í eitt um nóttina. Vegna þess að símasamband lá niðri leið þó alllangur tími þar til tókst að koma boðum um strandið til Grindavíkur. Það gekk þegar upp- lýsingum um strandið var útvarp- að með veðurfréttum korter fyrir tvö um nóttina. Alþýðublaðið segir svo frá daginn eftir strandið að þegar sím- stöðvarstjórinn í Grindavík, Karl Guðmundsson, hafi farið á fætur til að taka veðurfrétt, eins og hann þurfti að gera vegna róðra, hafi hann orðið þess vís að Skúli fógeti væri strandaður nálægt Grinda- vík. „Klæddi hann sig þá í snatri og vakti upp björgunarliðið, og fór það þegar að leita meðfram ströndinni,“ segir þar. Í afmælisblaðinu „Útkall rauð- ur“ sem gefið var út árið 2007 í tilefni af 60 ára afmæli Björgunar- sveitarinnar Þorbjörns í Grinda- vík segir í frásögn af atburðunum að Einar Einarsson í Krosshúsum, formaður slysavarnasveitarinnar á staðnum, hafi brugðist skjótt við og látið kalla saman björgunarliðið, sem hafi haldið af stað til að leita að skipinu, en menn hafi ekki vit- að hvar það var. Klukkan var þá um þrjú og því nærri þrír tímar frá strandinu. „Björgunarsveitin lagði af stað á bílum og hafði með sér línubyssu, 14 eldflaugar, 2 skotlínur í pökkum og eina grind, 170 faðma líflínu, Skipið var að koma af veiðum þegar slysið varð, en ekki er vitað um aðrar orsakir strandsins en að veður var afar slæmt, snjóél gengu yfir í miklu roki og svartamyrkri. • 90 ár eru liðin frá því að síðutogarinn Skúli fógeti strandaði við Staðarhverfið í Grindavík • Þrettán fórust en 24 björguðust • Viðbúnaður og vakt björgunarsveita auk notkunar fluglínu sönnuðu enn gildi sitt Hér sést togarinn Skúli fógeti RE-144 þar sem hann brotnar í öldurótinu á strandstað við Grindavík í maí 1933. Mynd/ljósMyndasafn reykjaVíkur – einar einarsson Björgunarstörf gengu hratt þegar skipið loksins fannst Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.