Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Blaðsíða 72
íslandsmeistarai'
í knattspyrnu
í 10. sinn
Hér hefur Jiá lauslega verið drepið á hin ellefu knattspyrnumót, sem háð
alls, utan af landi: Akranesi, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði. Fóru svo
leikar í móti þessu, að K.R. bar sigur úr býtum eftir fjörugan úrslitaleik við
Akranessliðið, sigraði K.R. 3:2.
I landsmóti III. flokks, sem einnig var útsláttarkeppni, tóku þátt 6 sveitir
alls, auk ReykjavíkurféJaganna voru sveitir frá Akranesi og Vestmannaeyj-
um. Þessu móti lauk með sigri Fram eftir úrslitaleik við Akranessliðið, sem
bæði var fjörugur og allvel leikinn á báða bóga.
Það sem einkum vekur eftirtekt í þessum þrem landsmótum er það, að lið
utan af landi (Akranesi) kemst í úrslit í öllum mótunum, og munar ekki
nema örmjóu, að þeir ekki hverfi heim sem sigurvegarar í öllum mótunum.
Urslitaleikirnir tapast með eins marks mun.
í Reykjavíkurmóti 1. flokks fóru leikar þaunig, að K.R. sigraði. Einnig
sigraði K.R. í Reykjavíkurmóti II. flokks. Bar K.R. þannig sigur úr býtum í
báðum I. og II. flokks mótunum á árinu. En í Reykjavíkurmóti III. flokks
sigraði Fram.
Hinn 2. sept. hófst nýtt mót, svonefnd „Watson-keppni“ og er hún fyrir
II. flokk Reykjavíkurfélaganna. Mót þetta er kennt við Watson, flotafor-
ingja Breta hér, er gaf K.R.R. bikar til keppni í knattspyrnu fyrir yngri
flokkana. Það félag, sem vinnur hann þrisvar í röð hlýtur bikarinn til fullrar
eignar. Fóru leikar svo, að K.R. vann bikarinn í fyrsta sinn eftir að hafa
keppt við Fram að nýju, en fyrri leikur félaganna var jafntefli, í síðari leikn-
um sigraði K.R. með 1:0.
Síðasta mót ársins í meistaraflokki hófst svo 2. sept. eða sama dag og
Watson-keppnin, en það er Walters-keppnin. Þar gekk Fram sigrandi af
hólmi eftir úrslitaleik við Val, sigraði með 1:0.
Hermann Hermannsson
Frímann Helgason
70