Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Síða 88
]>ór 4 mörk, svo leiknum lauk með sigri Þórs 6:1. — Að leikslokum at’-
henti Bjarni Halldórsson, ritari I.B.A. sigurvegurunum verðlaunin, sem
var útskorinn tréknöttur á fæti, er K.A. gaf 1940. Hafði Þór nú unnið hann
í þrjú skipti í röð og þar með til fullrar eignar. Edvard Sigurgeirsson kvik-
myndaði töluvert af leiknum. — 011 5 liðin, er léku á þessu móti, voru jafn-
ari en þau áður hafa verið og gerði það mótið meira spennandi, enda var ^
áhugi áhorfenda mikill og leikirnir vel sóttir, þrátt fyrir slæmt veður og
aðrar aðstæður. ■— Nöfn meistaranna eru þessi, talið frá markverði að
vinstri útherja: Baldur Arngrímsson, Stefán Aðalsteinsson, Helgi Hallsson,
Árni Ingólfsson, Guttormur Berg, Eyjólfur Eyfeld, Jóhann T. Egilsson,
Hreinn Öskarsson, Júlíus B. Magnússon, Arnaldur Árnason, Sigtryggur
Olafsson, Aðaldómarar mótsins: Friðþjófur Pétursson og Kári Sigurðsson.
AKRANES. — Vormót í knattspyrnu fór fram 20.—23. júní. Urslit urðu
þessi: Kári vann K.A. í I. flokki með 1:0, en í II. flokki með 2:0. í III.
flokki 'varð jafntefli 2:2. 21. sept. háðu-félögin úrslitaleik í þeim flokki
og vann þá Kári með 3:2.
Haustmótið fór fram 11.—16. sept. I I. flokki vann Kári K.A. með 1:0,
en jafntefli varð í II. flokki, 1:1.
Heimsóknir. 9. júní kom III. flokkur úr Fram til Akraness og keppti 2
leiki við jafnaldra sína úr Iþróttaráði Akraness. Akurnesingar unnu báða
leikina, þann fyrri (III. fl.) með 4:0 og þann seinni (II. fl.) með 2:1.
I september kom meistaraflokkur Vals til að keppa við Akurnesinga.
Lauk þeirri viðureign þannig, að Valur bar sigur úr býtum með 6:2 (3:1
í hálfleik) eftir góðan og allspennandi leik. Dómari var Lárus Árnason.
Á HÉRAÐSMÓTI U.M.S. NORÐUR-BREIÐFIRÐINGA, sem haldið var
að Króksfjarðarnesi 1. júlí, fór fram knattspyrnukeppni milli U.M.F.
Stjörnu í Saurbæ og U.M.S. Norður-Breiðfirðinga. Var jafntefli, 1:1.
KNATTSPYRNUMÓT AUSTURLANDS hið þriðja í röðinni fór fram
að Eiðum 15. og 16. sept. 7 félög tóku þátt í mótinu og voru þau þessi:
Knattspyrnufélagið Spyrnir, Héraði, Umf. Borgarfjarðar, Hrafnkell Freys-
goði, Breiðdal, Valur, Reyðarfirði, Austri, Eskifirði, Þróttur, Neskaupstað
og Huginn, Seyðisfirði. Vegna þess hve félögin voru mörg, var keppt í
tveim riðlum, en síðan kepptu sigurvegarar hvors riðils til úrslita. Úrslit
urðu þessi: 7. riðill: Hrafnkell Freysgoði og Umf. Borgarfjarðar 3:1 —
Hrafnkell og Þróttur 3:1 — Þróttur og Umf. Borgarfjarðar 2:1. Sigurveg-
ari IJrafnkell. — II. riðill: Spyrnir og Austri 3:2 — Huginn og Valur 7:2
— Spymir og Huginn 3:2 — Austri og Valur 7:2 — Huginn og Austri 6:1.
Sigurvegari Spyrnir, því að Valur gaf. leik sinn við Spyrni. Úrslitaleikur-
86