Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Qupperneq 91
Erlendar knattspyrnuíréttir 1945
Vegna rúmleysis og þess hve langt er um liðiS, verður aðeins drepið á
það helzta, sem gerðist á knattspyrnusviðinu erlendis.
Alls fóru fram 22 landsleikir og er það mikil breyting frá árinu á undan,
þegar enginn fór fram. Hér fer á eftir skrá yfir landsleikina. Fyrst er stað-
ur, síðan keppendur og loks úrslit:
Bern: Sviss-England ........3—1
Budapest: Ungverjal.-Austurr. 2—0
Budapest: Ungverjal.-Austurr. 5—2
Stokkh.: Svíþjóð-Danmörk .. 4—1
Helsingfors: Svíþjóð-Finnland 6—1
Bukarest: Ungverjal.-Rúmenía 3—1
Oslo: Danmörk-Noregur .... 5—1
Stokkh.: Svíþjóð-Noregur
Zúrich: Sviss-Italía .....
Genf: Sviss-Svíþjóð ......
Vínarborg: Austurríki—Frakkl. 4—1
10—0
. 4—4
. 3—0
Lissabon: Portúgal-Spánn .. 2—2
Lausanne: Sviss-Frakkland .. 1—0
Barcelona: Spánn-Portúgal .. 4—2
Luxemburg: Luxemb.-Belgía 4—1
Básel: Sviss-Portúgal ...... 1—0
Stokkh.: Svíþjóð-Danmörk .. 2—1
Khöfn: Svíþjóð-Danmörk . .. 4—3
Gautaborg: Svíþjóð-Finnland 7—2
Khöfn: Danmörk—Noregur .. 4—2
París: Frakkland-Belgía .... 3—1
London: England-Frakkland . 2—2
Reikni maður í stigum er Svíþjóð hæst, enda hefur hún leikið flesta leiki.
Sviss hefur hins vegar engum leik tapað, en leikið alla leikina heima. Jafn-
teflið milli Sviss og Ítalíu vakti einna mesta athygli og þóttu ítalir þar
hafa sýnt ótrúlega góða frammistöðu með tilliti til aðstæðna.
Um miðjan nóvember heimsótti rússneski knattspyrnuflokkurinn Moskva
vynamo Bretlandseyjar og háði þar 4 landsleiki. Fyrsti leikurinn fór fram
að Stanford Bridge og var við Chelsea. Varð jafntefli, 3:3, eftir skemmti-
legan og góðan leik. Ahorfendur voru um 80 þús. — Annar leikur Rússanna
var við Cardiff City frá Wales og lauk honum með stórsigri þeirra fyrr-
nefndu (10:1). Var leikur þeirra stórfenglegur og frammistaða markmanns-
ins sérstaklega góð. — Þriðji leikurinn var við hið fræga Arsenal. Fór
hann fram í London (í þoku) og lyktaði með sigri Rússanna, 4:3. — Fjórði
leikur Rússanna var við skozka félagið Glasgow Rangers. Varð jafntefli,
2:2, eftir fjörugan og spennandi leik. Urn 90 þús. manns horfðu á leikinn.
— Þessi sigurför Rússanna vakti mikla athygli.
Bretlandseyjakeppnin milli Englands, Wales, Skotlands og Irlands (Norð-
ur-Irlands) fór þannig, að England sigraði með yfirburðum. Urslitin urðu
þessi: 1. England 4 stig, 2. Wales 2 stig, 3. Skotland 1 stig, 4. írland 1 stig.
Danmerkurmeistari varð Akademisk Boldklub. Skeid varð Noregsmeist-
ari og Norrköping sænskur meistari.
89