Úrval - 01.06.1950, Qupperneq 103

Úrval - 01.06.1950, Qupperneq 103
OPNAÐU DYRNAR, RICHARD! 101 Elsku Knútur, hugsa ég, eða held að minnsta kosti að ég hugsi það, elsku Knútur minn, þú hefur ekki gert neitt. Venju- legri manneskju myndi finnast þú vera afskaplega indæll og góður. En ég er víst ekki venju- leg manneskja. Því að venjuleg manneskja myndi víst ekki loka sig inni í herbergi, liggja í her- berginu og skæla, bara af því að maðurinn hennar kemur nokkrum klukkutímum seinna úr vinnunni en hann er vanur á laugardögum, og kemur með nokkra kennda kunningja sína og konur þeirra eða unnustur eða einhverjar drósir með sér. Og það er einmitt þetta, sem hefur skeð. Þetta og ekkert annað. Þegar ég heyrði þau koma hlæjandi upp stigann og allur gangurinn fylltist af ruddalegum raddaþef, slökkti ég á gasinu, kastaði svuntunni á stól og hljóp inn í svefnher- bergið og læsti dyrunum. Svo stóð ég upp við hurðina og heyrði, hvernig þau voru beðin að koma inn í anddyrið og síð- an inn í eldhúsið. Og ég heyrði lágan, tvíræðan hlátur kvenn- anna, þegar þær settust á kné karlmannanna. Ég held, að kaffibollar og áfengi hafi verið sett á borðið, og að einn boll- inn hafi brotnað. Knútur var stórmannlegur og sagði, að það gerði andskotann ekkert til. En svo heyrði ég greinilega, hvað Knútur varð lítill, þegar hann var búinn að loka eldhús- dyrunum og stóð einn úti á ganginum og hóstaði vand- ræðalega. Ég gat auðvitað ekki séð hann, en ég vissi hvernig hann leit út, og hvað hann myndi aðhafast. Hann var bæði reiður og sneyptur á svipinn, því að það er ekki hægt fyrir mann að koma heim að loknu dagsverki og konan hvergi ná- lægt. Konan verður að vera á sínum stað, sérstaklega á laug- ardögum, það er eins sjálfsagt að hún sé þar eins og að brenni- vínshálfpotturinn sé í eldhús- skápnum. Knútur fór að leita. Hann opnaði salernisdyrnar, og enda þótt hann þyrfti þess áreiðan- lega ekki með, fór hann inn og stóð þar dálitla stund, því að enginn vill viðurkenna að hann sé að rápa um og leita að konunni sinni. Ég stóð allan tímann við hurðina og hlustaði á skopleikinn, það var skopleik- ur af því að hann vissi, að ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.