Úrval - 01.10.1950, Page 9
FÆÐINGARSAGA KANADISKU FIMMBURANNA
7
púlsinn, og líttu á neglurnar á
henni! Þær eru svartar!“
Donilda kallaði í ofboði á
lækninn. Hann sat yfir móður-
inni í klukkutíma og gaf henni
sprautur. Eftir þann tíma var
hún orðin það hress, að læknir-
inn taldi sér óhætt að fara heim.
Ljósmæðrunum var illa við að
láta hann fara. Hann var lækn-
ir og vissi miklu meira en þær.
Þær spurðu hann hvað þær ættu
að gera. Madame Lebel vissi
hvað hún átti að gera við móð-
urina, þær voru að hugsa um
börnin. Læknirinn horfði á þær
smyrja börnin í annað sinn í
ólífuolíu og vefja þau í lök og
leggja þau í kjötkörfur, tvö í
aðra og þrjú í hina.
„Þetta er tilgangslaus fyrir-
höfn,“ sagði hann. ,,Þau lifa
ekki. Það fyrsta getur kannski
lifað til morguns, en hin verða
dáin fyrir kvöldið. Fimmburar
geta aldrei lifað.“ Svo fór hann.
Ljósmæðurnar fluttu körfurn-
ar fram í eldhús og héldu hlýju
í þeim með heitum múrsteinum
og straujárnum. Oliva hjó við,
hitaði steinana og járnin, leit eft-
ir yngstu börnunum tveim, en
þess á milli sat hann á rúm-
stokknum hjá konunni og bað
fyrir henni og börnunum.
Öðruhverju vætti Donilda var-
ir barnanna með vatni. Hún sneri
þeim á hliðina til að létta þeim
öndunina, og þegar þau virtust
ætla að kafna, þrýsti hún vör-
um sínum að vörum þeirra og
blés ofan í lungun á þeim. Þær
vættu börnin nokkrum sinnum
í ólífuolíu og dreyptu á þau syk-
urvatni, sem þau kingdu. Þeg-
ar læknirinn kom seinna um dag-
inn, var hann undrandi að finna
þau enn á lífi öll fimm.
I millitíðinni hafði dr. Dafoe
sagt frá fæðingunni í Callander.
Fyrst sagði hann konu póst-
meistarans frá henni, og bætti
því við, að þau myndu ekki lifa.
Póstmeistarafrúin var á sama
máli og lét í ljós samúð sína.
Næst sagði hann afa fimmbur-
anna frá henni, hann hafði með
eigin höndum byggt húsið, sem
þessi merkisatburður skeði í.
Aðrir, sem fréttu um atburð-
inn af vörum læknisins, sögðu
seinna frá því, að læknirinn hefði
kaliað fimmburana ,,fimm litlu,
frönsku froskana“. Oliva Dionne
heyrði þetta daginn eftir og fyr-
irgaf dr. Dafoe það aldrei, og
móðirin gat heldur ekki fyrir-
gefið honum það. Mörgum mán-
uðum seinna sagði hún við mig:
„Læknirinn segir núna, að sér