Úrval - 01.10.1950, Qupperneq 15
TÖFRALYF 1 LJÖSI REYNSLUNNAR
13
sitt hvað, og að óskir geta haft
áhrif á ályktanir lækna engu
síður en annarra manna.
Hygginn læknir tekur sér-
hverri nýjung í læknisfræði með
vökulli efagirni. Hann er ekki
á móti framförum, en hann vill
kynna sér sérhverja nýjung ná-
kvæmlega og vera nokkurnveg-
inn öruggur um hana. Hann veit,
að læknisfræðin á sína ofsatrú-
armenn, og honum óar við til-
hugsuninni um alla þá hálseitla,
sem skornir hafa verið burt, og
þær kjálkaholur, sem opnaðar
hafa verið í nafni heilbrigðinn-
ar. Hann hefur séð hressilyf
(tonics), hálsskolvötn, nefdropa,
svefnlyf og hægðalyf koma og
fara. Hann minnist „eins dags“
sýfilis-lækninga, kveflyfja, liða-
gigtarlyfja, sem í upphafi voru
öll talin náðargjöf frá heilsu-
gyðjunni, en lentu seinna á sorp-
haugi læknavísindanna.
Dr. Hayden C. Nicholson,
starfsmaður hjá Rannsóknar-
ráði ríkisins í Washington, bend.
ir á fyrirbrigði, sem kalla mætti
tröppugang í lífi hinna svo-
nefndu undralyfja. Allir, sem
kunnugir eru læknisfræðilegum
rannsóknum þekkja þennan
tröppugang.
Hann byrjar með því, að ein-
hver vísindamaður skýrir á
fundi lækna eða í vísindatíma-
riti frá árangri af tilraunum sín-
um í rannsóknarstofu og á sjúk-
lingum. Aðrir vísindamenn taka
séra fyrir hendur að sannprófa
þessar niðurstöður eða afsanna
þær. Oft bera tilraunir þeirra
einnig góðan árangur. Lyfið
virðist nú hafa staðizt próf
reynslunnar, og almenn fram-
leiðsla og notkun þess hefst.
Hrifningin yfir því nær brátt
hámarki. En er frá líður og lyf-
ið hefur verið reynt á hundruð-
um eða þúsundum sjúklinga,
fara að berast skýrslur um vafa-
söm eða óheppileg áhrif þess frá
ýmsum læknum. Sumir sjúkling-
ar fá ef til vill svima af því,
aðrir fá nýrnaveiki. Oft læknar
það einn sjúkdóm, en framkall-
ar annan í staðinn. Nú kemur
afturkastið.
Áhuginn á lyfinu nær lág-
marki, og á meðan kemur kann-
ski nýtt lyf á sama sviði, sem
fangar athygli manna. En smátt
og smátt tekst athugulum lækn-
um að prófa sig áfram til réttr-
ar notkunar á því, og hve stóra
skammti eigi að nota. Nú fer
notkun þess að aukast aftur,
og að lokum finnur það sinn
rétta sess, sem venjulega er