Úrval - 01.10.1950, Side 16
14
TjRVAL
lægri en meðan hrifningin var
mest, en allmiklu hærri en á stigi
vonbrigðanna.
Þó að reynslan sé oft á tíð-
um þessi, er ekki ástæða til að
glata trúnni á vísindin. Við er-
um hér ekki að tala um skottu-
lækna og svikara, heldur aðeins
benda á, að sannir vísindamenn
eru háðir mannlegum breysk-
leika eins og annað fólk.
Læknar, sem eru að gera til-
raunir með ný lyf, leggja kapp
á að ná góðum árangri. Og sjúk-
lingarnir leggja sig einnig frarn.
Þeir fá nákvæmari hjúkrun og
vekja meiri athygli en venju-
legir sjúklingar, sem seinna
munu fá sömu lyf. Öllum þyk-
ir okkur gott að athyglin bein-
ist að okkur, og áhugi og um-
hyggja læknisins geta út af fyr-
ir sig nægt til að koma sjúk-
lingnum áleiðis á braut batans.
Það verður hvorki mælt né veg-
ið, en ekkert lyf er áhrifameira
en trúin — þangað til hún reyn-
ist blekking. Auk þess er svo
möguleikinn á náttúrlegum bata,
studdur góðri hjúkrun. Jafn-
vel sjúkdómar eins og krabba-
mein geta batnað án sérstakr-
ar aðgerðar.
Sem dæmi um þetta má nefna
konu, er var svo illa farin af
langvinnri liðagigt, að hún varð
að vera í hjólastól. Hún komst
undir læknishendi í læknaskóla
þar sem verið var að reyna nýtt
lyf við liðagigt. Það virtist hafa.
gefið ágæta raun í öðrum til-
fellum, og fékk hún eitt glas
með töflum með sér heim. Viku
seinna kom hún og sagðist hafa
verið á ferli og unnið hússtörf
og ekki kenna sér neins meins.
Þetta var athyglisvert, og lækn-
irinn kallaði á starfsbræður sína
og nokkra læknastúdenta til að
sýna þeim hvem árangur lyfið
hefði borið.
Meðan hann var að skýra
þetta, greip konan fram í fyrir
honum: ,,En ég tók aldrei þess-
ar töflur,“ sagði hún. ,,Það stóð
„drug“ (eiturlyf) á glasinu, og
ég tek aldrei eiturlyf.“ í stað-
inn hafði hún tekið aspirin við
verkjunum.
„Hin sönnu töfralyf eru þau,
sem staðizt hafa dóm reynsl-
unnar,“ er haft eftir lækni
nokkrum. „Hin beztu læknisráð
eru gagnslaus, ef þau eru byggð
á rangri sjúkdómsgreiningu."
Ég fékk áþreifanlega sönnun á
þessu á stríðárunum. Herlækn-
ar sendu á þrem árum til her-
spítala nokkurs 1378 hermenn,
sem þeir töldu vera með bráða