Úrval - 01.10.1950, Side 20

Úrval - 01.10.1950, Side 20
18 TJR VAL Tíu mínútum seinna gekk hann ofan dreglum lagða stiga hælisins, dúðaður í geysimikinn kuldafrakka, sem leit helzt út fyrir að vera ætlaður utan um heila fjölskyldu. Þjónninn tók auðmjúklega ofan silkihattinn og opnaði vagndyrnar. ,,Hver sendi eftir mér?“ spurði prófessorinn, um leið og hann steig inn í vagninn. ,,Hans hágöfgi,“ svaraði þjónninn. ,,Já, já,“ mælti prófessorinn óþolinmóður, „en hvað heitir hann?“ ,,Dauði,“ svaraði þjónninn lágmæltur. Hann skellti vagn- hurðinni aftur. Á sama auga- bragði komst vagninn á hreyf- ingu. Þegar dr. Morbidus heyrði þetta kunna en þó uggvæna orð, hló hann uppgerðarhlátri. „Mig er víst að dreyma,“ mælti hann við sjálfan sig. „Þetta er draum- ur.“ Hann stakk hendi í vasa eftir eldspýtnaöskju úr silfri og kveikti á spýtu. Vagninn varð uppljómaður eitt andartak. Dr. Morbidus varð bilt við að sjá náfölt mannsandlit fyrir fram- an sig — andlit sjálfs sín í spegli, sem hékk gagnvart hon- um. „Hm — ef til vill er þetta í rauninni enginn draumur,“ taut- aði prófessorinn. Vagninn var allur fóðraður dökku innan, einhvern veginn kunni prófessorinn ekki við sig í þessum vagni. Ekkert hjóla- skrölt heyrðist, engir hófaskell- ir, vagninn rann með jöfn- um hraða, hljóðlaust. Ef hann stóð þá ekki kyrr, prófess- ornum þótti einna líkast því, sem hann stæði grafkyrr. Honum varð snöggvast litið út um glugga, þá þóttist hann úr öllum vafa. „Þetta hlýtur að vera draumur,“ tautaði hann. „Þetta getur ekki verið veru- leiki.“ Aðeins fimm mínútur voru liðnar síðan þeir lögðu af stað, nú voru þeir þegar á leið upp brattan fjallveg, með dimmar, gínandi gjár á báðar hendur. Hár tindur gnæfði á einn veg, við og við brá þar fyrir leiftri, sem hvarf jafnskjótt aftur í bláhvítri móðu. „Þetta getur ekki verið veru- leiki,“ endurtók prófessorinn. En nú var sannfæringin í rödd hans deigari en áður. „En ef þetta er ekki veruleiki, hvað þá? Og hvað sem því líður, gæti nokkuð komið fyrir mig? Ekk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.