Úrval - 01.10.1950, Page 20
18
TJR VAL
Tíu mínútum seinna gekk
hann ofan dreglum lagða stiga
hælisins, dúðaður í geysimikinn
kuldafrakka, sem leit helzt út
fyrir að vera ætlaður utan um
heila fjölskyldu. Þjónninn tók
auðmjúklega ofan silkihattinn
og opnaði vagndyrnar.
,,Hver sendi eftir mér?“
spurði prófessorinn, um leið og
hann steig inn í vagninn.
,,Hans hágöfgi,“ svaraði
þjónninn.
,,Já, já,“ mælti prófessorinn
óþolinmóður, „en hvað heitir
hann?“
,,Dauði,“ svaraði þjónninn
lágmæltur. Hann skellti vagn-
hurðinni aftur. Á sama auga-
bragði komst vagninn á hreyf-
ingu.
Þegar dr. Morbidus heyrði
þetta kunna en þó uggvæna orð,
hló hann uppgerðarhlátri. „Mig
er víst að dreyma,“ mælti hann
við sjálfan sig. „Þetta er draum-
ur.“ Hann stakk hendi í vasa
eftir eldspýtnaöskju úr silfri og
kveikti á spýtu. Vagninn varð
uppljómaður eitt andartak. Dr.
Morbidus varð bilt við að sjá
náfölt mannsandlit fyrir fram-
an sig — andlit sjálfs sín í
spegli, sem hékk gagnvart hon-
um.
„Hm — ef til vill er þetta í
rauninni enginn draumur,“ taut-
aði prófessorinn.
Vagninn var allur fóðraður
dökku innan, einhvern veginn
kunni prófessorinn ekki við sig
í þessum vagni. Ekkert hjóla-
skrölt heyrðist, engir hófaskell-
ir, vagninn rann með jöfn-
um hraða, hljóðlaust. Ef hann
stóð þá ekki kyrr, prófess-
ornum þótti einna líkast því,
sem hann stæði grafkyrr.
Honum varð snöggvast litið
út um glugga, þá þóttist hann
úr öllum vafa. „Þetta hlýtur að
vera draumur,“ tautaði hann.
„Þetta getur ekki verið veru-
leiki.“
Aðeins fimm mínútur voru
liðnar síðan þeir lögðu af stað,
nú voru þeir þegar á leið upp
brattan fjallveg, með dimmar,
gínandi gjár á báðar hendur.
Hár tindur gnæfði á einn veg,
við og við brá þar fyrir leiftri,
sem hvarf jafnskjótt aftur í
bláhvítri móðu.
„Þetta getur ekki verið veru-
leiki,“ endurtók prófessorinn.
En nú var sannfæringin í rödd
hans deigari en áður. „En ef
þetta er ekki veruleiki, hvað þá?
Og hvað sem því líður, gæti
nokkuð komið fyrir mig? Ekk-