Úrval - 01.10.1950, Page 24
22
TJRVAL
ræði. Lítilfjörleg skurðaðgerð,
Það er allt og sumt. Að klukku-
stund liðinni verður yðar há-
göfgi orðinn eins og nýsleginn
skildingur.“
— Með sjálfum sér hugsaði
hann: „Hann á ekki langt eftir.
Eigi ég að bjarga honum verð
ég að taka úr honum brisið
og lifrina. Jafnvel þrátt fyrir
það, eru horfurnar vafa-
samar.“
Dauðinn leit á prófessorinn
með vonarneista í svip. Hann
varaðist að mæta tilliti hans en
kepptist við að taka verkfæri
sín upp úr tösku, sendi þjón-
inn eftir heitu vatni og hreinni
þurrku.
„Ætli ég lifi aðgerðina af?“
spurði Dauðinn áhyggjufullur.
„Þetta er hreinasti barnaleik-
ur, yðar hágöfgi. Ég hef gert
þrjátíu þúsund slíka uppskurði.
Ég get framkvæmt þá blind-
andi. Sjúklingarnir mínir eru
vanir að gefa mér auknefnið
„Silkihhöndin“.“ .
„Silkihöndin,“ endurtók
Dauðinn, „það er fallegt nafn.
Það er gott nafn.“
„Yðar hágöfgi mun komast
að raun um, að það er verð-
skuldað. — En nú ætla ég að
svæfa yður.“
„En ætli ég þoli svæfinguna,
haldið þér að ég vakni aftur?“
„Nei, heyrið mig nú, yðar
hágöfgi . . .“
Dauðinn tók sig á. Hann
blygðaðist sín fyrir þennan
augnabliks skort á hugrekki og
féllst á, að dr. Morbidus svæfði
sig.
Dauðinn missti meðvitund-
ina.
Prófessorinn stóð stundar-
korn hreyfingarlaus og virti
Dauðann fyrir sér. Nú svaf hann
værum svefni.
„Nú hef ég náð þér í gildru,
fanturinn þinn,“ hugsaði hann.
„Ég get gengið frá þér fyrir
fullt og allt, ef mér sýnist svo.
Aðeins ef hníf mínum skeikar
um hársbreidd, er veröldin laus
við hervirki þín. Og hví skyldi
honum ekki skeika? Það væri
glæpur, ef ég léti undir höfuð
leggjast að gera mannkyninu
þann greiða.“
Hann íhugaði málið nánar.
„Reyndar væri það ekki rétt-
látt,“ hugsaði hann. „Hann er
veikur, skinnið að tarna, sjúkl-
ingur, sem hefur trúað mér fyr-
ir lífi sínu. Hvernig get ég gerzt
í einu dómari hans og böðull?
•— Ég verð að meðhöndla hann
á sama hátt og aðra þá sjúkl-