Úrval - 01.10.1950, Side 25

Úrval - 01.10.1950, Side 25
DAUÐINN OG LÆKNIRINN 23 inga mína, sem borga vel fyrir sig. Ég ætla að bjarga honum.“ Hann lyfti skurðhnífnum, hikaði. Hann var í mikilli æs- ingu. ,,Það væri brjálæði“ — Blóð- ið geystist til höfuðs honum, svo að hann fékk suðu fyrir eyrun. — „Það væri hreinasta brjálæði. Aldrei framar býðst mér slíkt tækifæri. Hví skyldi ég bjarga lífi þessa þorpara til þess að hann geti komið á morgun og gert út af við mig? — Hlægi- legt! — Við munum lifa áfram, öll mannanna börn, við munum lifa um aldur og ævi, þegar Dauðinn er frá. — Og hann er þegar frá!“ Og nú skar hann styrkri, ör- uggri hendi tvo skurði í líkama Dauðans. Hann laut niður, hlustaði. Dauðinn bærðist ekki. Hann var dauður. Prófessorinn þvoði hendur sínar, rólegur í bragði. „Því miður,“ mælti hann við þjóninn, sem stóð grafkyrr á- lengdar, „því miður hafa vonir okkar brugðizt — hans há- göfgi er látinn. Briskirtillinn . . . nei þér skiljið auðvitað ekki þessa hluti. — Mér þykir þetta mjög leitt. Ef sent hefði verið eftir mér fyrr, hefði verið nokkur von.“ Rödd hans var róleg, hvers- dagsleg, þótt með sjálfum sér væri hann ósegjanlega fagn- andi. Ekki hvarflaði að honum að líta á sjálfan sig sem morð- ingja. Hann leit ekki á verk sitt sem glæp, heldur sem afreks- verk, er minnzt mundi verða um aldur og ævi. Honum var sem hann heyrði fagnaðarlæti fjöld- ans, nú áttu þeir eilíft líf fyrir höndum, hann sá fyrir sér öll málverkin og höggmyndirnar og brjóstlíkönin, sem gerð yrðu af honum. Blaðamenn mundu streyma til hans, vísindaafrek yrðu tileinkuð honum. Fyrir hugskotssjónum hans stóð hann sjálfur sem mesta mikilmenni allra tíma, tilbeðinn af milljón- um manna, veitandi áheyrn kóngum og páfum, sem komu til að fá að kyssa á hönd hans. Þjónninn sýndist gersamlega ósnortinn af því, sem skeð hafði. Næstum hundslega auð- mjúkur hjálpaði hann dr. Mor- bidus í frakkann, sem var nógu stór handa heilli fjölskyldu, fylgdi honum fram ganginn, ofan vindustigann og út í vagn- inn, sem enn beið þeirra í garð- inum, dökkur og hreyfingarlaus.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.