Úrval - 01.10.1950, Síða 25
DAUÐINN OG LÆKNIRINN
23
inga mína, sem borga vel fyrir
sig. Ég ætla að bjarga honum.“
Hann lyfti skurðhnífnum,
hikaði. Hann var í mikilli æs-
ingu.
,,Það væri brjálæði“ — Blóð-
ið geystist til höfuðs honum,
svo að hann fékk suðu fyrir
eyrun. —
„Það væri hreinasta brjálæði.
Aldrei framar býðst mér slíkt
tækifæri. Hví skyldi ég bjarga
lífi þessa þorpara til þess að
hann geti komið á morgun og
gert út af við mig? — Hlægi-
legt! — Við munum lifa áfram,
öll mannanna börn, við munum
lifa um aldur og ævi, þegar
Dauðinn er frá. — Og hann er
þegar frá!“
Og nú skar hann styrkri, ör-
uggri hendi tvo skurði í líkama
Dauðans. Hann laut niður,
hlustaði. Dauðinn bærðist ekki.
Hann var dauður.
Prófessorinn þvoði hendur
sínar, rólegur í bragði.
„Því miður,“ mælti hann við
þjóninn, sem stóð grafkyrr á-
lengdar, „því miður hafa vonir
okkar brugðizt — hans há-
göfgi er látinn. Briskirtillinn
. . . nei þér skiljið auðvitað
ekki þessa hluti. — Mér þykir
þetta mjög leitt. Ef sent hefði
verið eftir mér fyrr, hefði verið
nokkur von.“
Rödd hans var róleg, hvers-
dagsleg, þótt með sjálfum sér
væri hann ósegjanlega fagn-
andi. Ekki hvarflaði að honum
að líta á sjálfan sig sem morð-
ingja. Hann leit ekki á verk sitt
sem glæp, heldur sem afreks-
verk, er minnzt mundi verða um
aldur og ævi. Honum var sem
hann heyrði fagnaðarlæti fjöld-
ans, nú áttu þeir eilíft líf fyrir
höndum, hann sá fyrir sér öll
málverkin og höggmyndirnar
og brjóstlíkönin, sem gerð yrðu
af honum. Blaðamenn mundu
streyma til hans, vísindaafrek
yrðu tileinkuð honum. Fyrir
hugskotssjónum hans stóð hann
sjálfur sem mesta mikilmenni
allra tíma, tilbeðinn af milljón-
um manna, veitandi áheyrn
kóngum og páfum, sem komu til
að fá að kyssa á hönd hans.
Þjónninn sýndist gersamlega
ósnortinn af því, sem skeð
hafði. Næstum hundslega auð-
mjúkur hjálpaði hann dr. Mor-
bidus í frakkann, sem var nógu
stór handa heilli fjölskyldu,
fylgdi honum fram ganginn,
ofan vindustigann og út í vagn-
inn, sem enn beið þeirra í garð-
inum, dökkur og hreyfingarlaus.