Úrval - 01.10.1950, Side 34
32
ÚRVAL
■ Af framangreindu má sjá, að
borgarinn, sem lögin eru snið-
in fyrir, er hinn séði eignamað-
'Ur, sem er einfær um að sjá sér
borgið í viðskiptum og samning-
•um við aðra og ákveða hvernig
•hann geti bezt varið eignum
sínum. Samvizkan ónáðar hann
ekki í viðleitni sinni til að hagn-
•ast fjárhagslega, en þó forðast
hann jafn alvarleg brot á al-
mennu viðskiptasiðgæði, sem
'svik og hótanir um líkamlegt
ofbeldi; hann er ekki tiltakan-
lega hjálpsamur við náungann,
og ef hann getur séð sér færi á að
hagnast á sölu einhvers með því
að leyna göllum þess, telur hann
sig að jafnaði hafa fullan rétt
til þess.
Skoðanafrelsið var að mestu
•tryggt, þegar vald ríkisstjórnar-
inn til að ritskoða prentað mál
var afnumið. Tjáning skoðana
er auðvitað háð lögum, m. a.
meiðyrðalöggjöfinni, en meið-
yrðamál eru sjaldgæf, og éf þau
homa fyrir rétt, fjallar kvið-
dómur um þau, og hefur hann
vald til sýknunar, ef honum
finnst ummælin ekki meiðyrði.
Samkvæmt lögunum eru þá
greinar frelsisins fjórar:
persónufrelsi, samningafrelsi,
eigTiafrelsi og skoðanafrelsi.
Þessar greinar frelsisins eru
venjulega kallaðar hinar gömlu
greinar þess, af því að við er-
um orðin vön þeim og teljum
þær ekki lengur nægilegár. Hin
óhefta einstaklingshyggja eins
og t. d. Herbert Spencer boðaði
á sínum tíma, nýtur ekki leng-
ur stuðnings nokkurs stjórn-
málaflokks. Við skulum aðeins
líta á rökin til stuðnings ein-
staklingshyggjunni. Rök Spen-
cers voru að nokkru leyti byggð
á þróunarkenningu Darwins. I
náttúrunni er framþróunin
tryggð með því að þeir lifa
Sem hæfastir eru. Ef tilraun
er gerð til að snúa þessu lög-
máli við í mannlegu samfélagi
með því að halda lífinu í þeim,
sem veikburða eru, verða af-
Ieiðingarnar hryllilegar, sagði
Spencer. í augum hans var fá-
tækt hins duglausa, eymd og
sultur hins óforsjála og lata og
valdbeyting hins sterka gagn-
vart hinum veika blessunarrík
og framsýn tilhögun náttúrunn-
ar. Föðurleg stjórnarvöld for-
dæmdi hann, því að þau stuðla
að fjölgun þeirra sem sízt eru
hæfir til að lifa, og þrengja þar
af leiðandi um leið kosti hinna
hæfustu til að lifa og tímgast.
Þau stuðla að fjölgun þeirra,