Úrval - 01.10.1950, Page 49
MAÐURINN: FRÁ SJÖNARMIÐI KRISTINDÖMSINS
47
Sköpunarsagan er hugmynd í
söguformi um það, sem skeði í
upphafi; en hinn raunverulegi
tilgangur hennar er að marka
afstöðu mannsins til guðs og
heimsins í krafti þess, hvernig
hann er úr garði gerður af guði.
„Adam“ er maðurinn; allir menn
eru skapaðir í guðs mynd. Þó
að skilgreiningin „skapaður í
guðs mynd“ sé ekki notuð ann-
arsstaðar í biblíunni, gengur sú
hugsun eins og rauður þráður
gegnum hana alla. Þrátt fyrir
hinn óendanlega mismun, sem
hlýfur að vera á guði skapar-
anum og öllu sem hann hefur
skapað, ber maðurinn svip af
guði, svip sem engin önnur
skepna ber af skapara sínum.
Maðurinn er ekki aðeins gædd-
ur vitund og sjálfsvitund, hann
getur einnig borið fram spurn-
ingar um alheiminn, sem hann
byggir, og velt fyrir sér hver sé
tilgangur alls. Maðurinn er
vissulega hluti af heiminum;
hann er samsafn kemiskra efna,
dýrategund o. s. frv., og við höf-
um nú orðið vísari margs, sem
engan grunaði þegar biblían varð
til, þó að biblían snerti ef til
vill kjama málsins á sinn barns-
lega hátt, þegar hún segir, að
maðurinn sé gerður „af mold
jarðar“. Það sem einkennir
manninn er, að hann getur gert
sér grein fyrir stöðu sinni í
heiminum, skoðað hana hlutlægt
og hugleitt hana. Með því að
hugsa, getur maðurinn hafið sig
upp yfir tilveru sjálfs sín og nán-
asta umhverfi á þann hátt, sem
ekkert annað dýr getur gert.
Málið er helzta aðal mannsins.
Dýrin geta að vísu gefið hvert
öðru merki. En þau geta ekki
myndað sér eða túlkað almenn-
ar hugmyndir; þau gera ekki
tilraun til að greiða úr leynd-
ardómi tilveru sinnar. Það er
ekki einasta, að mennirnir geti
talað hver við annan og hlust-
að hver á annan; með tilstyrk
málsins geta þeir vitandi vits
stofnað til samvinnu og mynd-
að samfélög, sem byggð eru á
gagnkvæmri virðingu þeirra f}T-
ir sjálfsforræði hvers annars.
Þeir geta tekið á sig ábyrgð hver
gagnvart öðrum og bætt hvern
annan upp í persónulegri vin-
áttu og ást, sem og í sköpun
menningar.
Og það sem meira er: menn-
irnir geta gert sér grein fyrir
þegar skapari þeirra talar til
þeirra og ávarpar þá, hann, sem
einmitt vegna þess að hann er
skapari þeirra, á kröfu á hlýðni