Úrval - 01.10.1950, Qupperneq 54
Þeir, sem þjást af andremmu eða svitalykt,
geta nú langflestir losnað við
þessa ieiðu kvilla.
Lykteyðandi lyf náttúrunnar.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir Paul de Kruif.
O VITALYKT og ýmiskonar
^ óþægileg líkamslykt hefur
gert mörgum manni lífið leitt
og mikið hefur verið notað af
allskonar svitameðulum, munn-
skolvötnum og öðrum efnum til
þess að sigrast á ólyktinni, en
flest þeirra hafa reynzt næsta
gagnslítil. Nú hefur hinsvegar
uppgötvast, að eitt af elztu og
mikilvægustu efnasamböndum
jarðarinnar getur hjálpað þeim,
sem þjást af þessum kvilia. Það
er blaðgrænan, hið dularfulla
efni, sem gerir gróður jarðar-
innar grænan, sem er gætt þess-
um eiginleika. Hún er ósaknæm
til neyzlu, er tekin inn í töflu-
formi og kostar aðeins nokkra
tugi aura á dag.
f meira en 30 ár, meðan ýms-
ir mestu vísindamenn heimsins
glímdu við að finna efnasam-
setningu blaðgrænunnar, duld-
ist mönnum þessi eiginleiki henn
ar. Vitað var, að blaðgrænan
var mikilvægasta efni náttúr-
unnar. Hún breytir vatni úr
jarðveginum og kolsýru úr loft-
inu í lífræn efnasambönd og
notar til þess orku sólarljóss-
ins, en á starfsemi hennar bygg-
ist alit líf á jörðinni. En það var
ekki fyrr en þýzki efnafræðing-
urinn Richard Wilstátter upp-
götvaði, að blaðgrænan er ná-
skyld rauða litarefninu í blóð-
inu, og svissneski læknirinn E.
Burgi uppgötvaði, að hún örv-
ar einnig vöxt í líkamsfrumum
mannsins, að menn komu auga
á þennan hæfileika blaðgræn-
unnar til að eyða óþef, sem lík-
aminn gefur frá sér.
Vísindamönnum hefur ekki
enn tekizt að frumgera (syn-
thesize) blaðgrænu, en í fram-
haldi af uppgötvun dr. Burgi
var fyrir tíu árum byrjað á til-
raunum til að græða sár með
blaðgrænu, sem unnin var úr
grænu laufi (venjulega alfalfa).