Úrval - 01.10.1950, Page 55
' LYKTEYÐANDI LYF NÁTTÚRUNNAR
53
Við þessar tilraunir kom í Ijós,
að auk þess sem blaðgrænan
græðir stundum sár, sem súlfa-
lyf, penisillín og önnur lyf unnu
ekki á, eyddi hún óþef, sem
myndast í sumum sárum.
Til þess að sannprófa þessa
uppgötvun, voru særðir hermenn
á einni deild amerísks herspítala
á stríðsárunum notaðir sem til-
raunadýr. Á deild þessari voru
einungis hermenn, sem höfðu
opin sár, er ekki vildu gróa, og
lagði af þeim svo megnali óþef,
að jafnvel læknar og hjúkrunar-
konur misstu matarlystina.
Blaðgrænusmyrsl voru nú borin
á sár helmings sjúklinganna, og
brá þá svo við, að eftir tvo sól-
arhringa var allur óþefur horf-
inn úr sárunum. Hinn helming-
ur sjúklinganna heimtaði þá að
fá þessi undrasmjmsl líka, og
von bráðar var allur óþefur
horfinn á deildinni.
Áður en fréttir bárust af þess-
um merkilega árangri á herspít-
aianum, duttu tveir vísinda-
menn í New York ofan á ann-
an eiginleika blaðgrænunnar.
Árið 1943 voru dr. F. H. West-
cott og dr. J. A. Killian að gera
tilraun til að lækna blóðleysi i
músum og marsvínum með blað-
grænuinngjöfum, með það fyr-
ir augum, að lækna blóðleysi í
mönnum með blaðgrænu. En var
blaðgrænan ósaknæm mönnum?
Dr. Westcott tók stóran skammt
sjálfur og varð ekki meint af.
Dag nokkurn, eftir að hann
hafði tekið inn stóran skammt
af blaðgrænu, borðaði hann as-
parges til miðdegisverðar. Það
er alkunna, að við meltinguna
gefur asparges frá sér óþef, sem
merkja má af þvaginu. En um
kvöldið uppgötvaði dr. West-
cott sér til undrunar, að aspar-
gesóþefur var ekki af þvaginu.
Hann endurtók tilraunina aftur
og aftur, og ekki aðeins á sjálf-
um sér, heldur einnig á allri f jöl-
skyldunni — og alltaf með sama
árangri.
Westcott gleymdi að mestu
þessari undarlegu, og að því
er virtist þýðingarlitlu, upp-
götvun á næstu árum; hann var
önnum kafinn að reyna blað-
grænuna á blóðleysissjúklingum
sínum. En þegar í Ijós kom, að
blaðgrænan var ekkert undralyf
við blóðleysi í mönnum, rifjað-
ist upp fyrir honum asparges-
tilraunin. Var hugsanlegt, að
blaðgrænan gæti eytt öllum ó-
þef úr úrgangsefnum líkamans?
Tólf háskólastúdínur, sem
þjáðust af siæmri svitalykt,